Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Qupperneq 112

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Qupperneq 112
Tímarit Máls og menningar bókarinnar gætir mikils ósamræmis í myndmáli þessara ljóða, þau eru ofhlað- in myndum úr ólíkum áttum; og orsaka- samhengi þeirra er ekki alltaf ljóst. I „Svartur hestur í myrkrinu" eru tár hestsins fyrst myndhverfð sem hnífs- oddar, en síðan líkt við heitt blóð, augu hans vilja vera vopn þjóðarinnar, en geta það ekki vegna þess að enginn situr hann lengur. Hann hleypur svo hófatak hans skellur á veginn, en í næsta erindi hefur „ég“ ljóðsins náð honum án þess að fara hraðar en að ganga. I þessu ljóði er hesturinn persónugerður sem maður, því að hann syngur í beinni ræðu, en slíka mynd af syngjandi hesti hljóta menn fremur að sjá fyrir sér sem skrípa- mynd en mynd af sorg. Þá er óljóst sambandið milli eitursins sem vætt er í veg hestsins og er svo fyrirferðamikið í bæði „Svartur hestur í myrkrinu" og tveimur „Hún“- ljóðanna, og netsins sem gleymskan er sögð hafa ofið í vit- und þjóðarinnar í einu „Hún“-ljóðanna. Reyndar kemur heldur hvergi fram úr hverju netið er búið til eða hvað í það er veitt. Frelsun hestsins í síðasta ljóði bók- arinnar virðist alveg óháð eitrinu, hún verður einfaldlega og fyrirvaralaust þeg- ar sterkar hendur og fimar slíta þetta net. Ef hesturinn er tákn, hlýtur heiðin sem þjóðin að lokum mætir honum við, að vera það líka. En fyrir hvað? Mynd af landi sem stefnir í heiði er ekki hægt að koma saman, og þess vegna missir tákn- ræn skírskotun hennar marks. I íslenskum bókmenntum er komin ákveðin hefð á ljóð sem fjalla um landið og frelsi þess. I þessum ljóðum er landið á leið til glötunar, en einn fagran dag mun frelsið ríkja á ný. Það hefur með öðrum orðum myndast klisja sem vill eins og óvart slæðast með í ljóðum um landið, ófrelsi þess og von. Þessi hefð hefur mótast af karlmönnum, reynslu þeirra og vitund, sem er á margan hátt andstæð reynslu og vitund kvenna. Það er í þessu sambandi freistandi að vitna til orða Svövu Jakobsdóttur í greininni „Reynsla og raunveruleiki“ (í Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttur, Reykjavík 1980), þar sem hún segir um vandamál kvenrithöfundar gagnvart hefð: Sú gata skáldskaparhefðar sem hún gengur er margtroðin og lögð af karlmönnum. Kvenrithöf- undur á það alltaf á hættu að láta blekkjast til fylgilags við snjöll tákn og fagrar líkingar sem eiga upptök sín í allt öðru viðhorfi til yrkisefnisins en hún hefur, og leiða til skilnings sem kvenrithöf- undurinn hefur — þegar allt kem- ur til alls — einungis tileinkað sér en ekki reynt. (Bls. 224) I ljóðunum um svarta hestinn fetar Nína vissulega ekki þá margtroðnu slóð hefðarinnar að yrkja um landið sem móður, konu og meyju, en samt er eins og myndmál þeirra sé henni ekki eigin- legt, sé tileinkað en ekki reynt. I síðasta ljóðinu, sem lesa má sem eins konar niðurstöðu bókarinnar, verður samruni konu og þjóðar, þegar hesturinn „þeysir. . . með hana/inn í daginn/inn í bláan — bjartan daginn“, þar sem persónufornafnið „hana“ getur vísað hvort sem er til konunnar eða þjóðarinn- ar í línunum á undan. Þessi tengsl milli vanlíðunar konunnar og ástands lands- ins (í mynd hestsins) eru ekki sann- færandi. Óttinn sem flest önnur ljóð bókarinnar lýsa svo vel, beinist nefnilega ekki að áþreifanlegum ytri aðstæðum, eins og t. a. m. hernámi lands eða ófrelsi s 342
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.