Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Side 119

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Side 119
óeðlileg aðferð í bók sem er ætluð hálf- þroskuðum lesendum ekki síður en full- orðnum. En bókin fær líf og spennu af því að hún skilur eftir eyður handa lesanda, sem hann verður að fylla í sjálf- ur. Við fáum margt að vita um hug Huldu en ekki allt. Akvörðun hennar að vera kyrr hjá föður sínum eftir sum- arleyfið kemur ekki fram fyrr en löngu eftir að hún var tekin. Þetta atriði og ýmis fleiri verða til þess að Hulda er að lokum óráðin gáta, eins og annað fólk er reyndar í lífinu. Þótt sagan sé sálfræðileg hefur hún vitaskuld sína félagslegu hlið, og er í rauninni beitt ádeila. Þar skipta svo sem minnstu máli þeir þræðir sem í sögunni liggja frá nýríkum braskara gegnum lögfræðing upp í dómsmálaráðuneyti, heldur miklu fremur þau félagslegu ferli og aðstæður sem hafa mótað Onnu Lilju Jónsdóttur og koma nú niður á dóttur hennar. Það er einmitt á þessu sviði sem staða Þorsteins læknis verður tvíræðari en hún virðist við fyrstu sýn. Etv. var það ætlun höfundar, en sú ætlun er helsti vel dulin fyrir lesanda miðað við annað sem er skýrt og greinilega leitt í ljós. Meginviðfangsefni Vegarins heim er þó vitaskuld réttleysi barnsins í samfélagi okkar og því efni gerir höf- undur áhrifamikil skil. Vésteinn Ólason LJÓÐIÐ ER GLATAÐUR TÍMI FUNDINN Á NÝ Það fylgdi því talsverð tilhlökkun að fá í hendur nýútkomna bók í samantekt Eysteins Þorvaldssonar: Nýgrxðingar í Ijóðagerð 1970—1981 (Iðunn, 1983), og tvennt var athyglisvert að lestri loknum. Umsagnir um bakur Annars vegar var bókin skemmtilegri aflestrar en ég hafði átt von á, hins vegar olli hún mér vonbrigðum. Hvernig get- ur slíkt komið heim og saman? Ástæðan fyrir hvoru tveggja er raunar ein og söm. Miklu fleiri skáld og ljóð voru mér kunn en ég hafði búist við. Bókin var ekki nýnæmi. Eysteinn hafði úr miklu að moða, 160 ljóðabókum eftir 101 skáld auk þeirra mörgu sem aðeins höfðu birt ljóð í tíma- ritum. En, eins og segir í formála, „mjög stór hluti af þessari framleiðslu er firna slakur hvernig sem á er litið" (10), og þess vegna tekur Eysteinn það til bragðs að velja stóran hluta ljóðanna úr bókum þeirra skálda sem þegar hafa hlotið viðurkenningu eða a. m. k. samþykki bókmenntastofnunar, skálda á borð við Sigurð Pálsson, Steinunni Sigurðardótt- ur, Pétur Gunnarsson, Ingibjörgu Har- aldsdóttur, Einar Má Guðmundsson, Ólaf Hauk Símonarson, Birgi Svan Sím- onarson, Þórarin Eldjárn, Anton Helga Jónsson og Einar Kárason. Þetta gerir bókina afar skemmtilega og nýtilega í kennslu en varla nýstárlega fyrir þá sem langaði til að kynnast hér á auðveldan hátt því sem Eysteinn kallar „neðanjarð- arútgáfur“ eftir dularfull skáld und- irheima sem aldrei komast á Landsbóka- safn. Öll útgáfan á bókinni bendir líka til að hún sé frekar ætluð kennurum til notkunar í skólum en forföllnum mið- aldra ljóðhákum. Formáli Eysteins þar sem hann ræðir hugmyndaleg og mál- farsleg einkenni ljóða þessara ára er fróðlegur og kurteis en ekki til þess fallinn að vekja spennu, og í stað þess að velja hreinlega bestu ljóð að eigin mati til að kynna hvert skáld um sig kýs hann að velja ljóð inn í nokkur þemu sem auðveldar nemendum úrvinnslu úr 349
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.