Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 5

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 5
Gísli Sigurdsson Ádrepur Fordómar fáfræðinnar í síðasta hefti Tímarits Máls og menningar ritar Einar Már Jónsson (EMJ) lang- an ritdóm um útgáfu undirritaðs á Hávamálum og Völvuspá. EMJ finnur út- gáfunni allt til foráttu nema pappírinn og bandið og er raunar svo harðorður að sé úrskurður hans réttmætur jafngildir það dauðadómi yfir fræðistörfum útgef- anda. Það er því til nokkurs að vinna að halda uppi málsvörn og sýna fram á að ritdómur EMJ sé byggður á misskilningi á markmiðum útgáfunnar og þekk- ingarleysi á þeim fræðikenningum sem hún byggir á. Eitt helsta kvörtunarefni EMJ er að útgefandi skuli miða við að ríkjandi kenningar (sem EMJ kallar tískukenningar) í þeim fræðum sem fást við munn- lega orðlist séu réttmætar án þess að færa rök fyrir því sérstaklega. EMJ saknar þess að hvergi skuli gerð grein fyrir skoðunum og rannsóknum fyrri fræði- manna og á þar einkum við skoðanir Sigurðar Nordals sem hann setti fram í gagnmerkri Völvuspárútgáfu sinni árið 1923. Það er rétt hjá EMJ að undirritaður gengur út frá öðrum kenningum en tíðk- uðust á dögum Nordals og EMJ hefur alist upp við. Og það má vissulega ræða hvort það sé réttmætt. En útgefandi kaus að skjóta sér undan slíkri eilífðarum- ræðu og tala heldur um sín fræði út frá þeim breyttu forsendum sem nýjar kenningar og rannsóknir hafa skapað. Markmið útgáfunnar var aldrei að sjóða saman það sem fræðimenn hafa skrifað um eddukvæði í aldanna rás heldur var ætlunin að sýna kvæðin í fram- haldi af nýlegum rannsóknum á munnlegri kvæðavarðveislu. Því væri ekki óeðlilegt að í ritdómi væri talað út frá þeim breyttu forsendum sem hafa skap- ast í fræðunum vegna þessara rannsókna í stað þess að bölsótast í eltingarleik við hugsunarvillur eins og þá sem kemur fram þegar EMJ segir:.....eltinga- leikurinn við tískustefnur kemur einnig fram í skýringum við einstakar vísur kvæðanna og jafnvel í meðferð textans" (382-leturbr. mín, gs). Einmitt vegna þess að gengið er út frá öðrum grundvallarforsendum en tíðkuðust þegar Nor- 395
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.