Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 8

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 8
Tímarit Máls og menningar hann kemur fram með þessi: „Sá skilningur eldri fræðimanna að völvan flytji spá sína að beiðni Oðins frammi fyrir goðum og mönnum er rökréttur og í góðu samnemi við textann í heild. “ (386-leturbr. mín, gs) Þessi röksemdafærsla minnir á „af því bara“ ástæður barna auk þess sem „heildartextinn“ er til kom- inn með samsuðu óskyldra handrita. Það er ekki hægt að segja að eitthvað sé rangt á þeim forsendum að eldri fræðimenn hafi haldið öðru fram. EMJ ræðir nokkuð ýmis rök fyrir því að eddukvæði hafi ekki varðveist með sama hætti og annar höfundarlaus kveðskapur á munnlegu stigi. Það er óþarfi að fara nákvæmlega út í þá umræðu en hér nægir að benda á að það er ótraust að halda einhverju fram um höfunda og skáld á bak við eddukvæðin og vísa í heimildir um dróttkvæði því til stuðnings eins og EMJ gerir. Hér er um ólíkar kveðskapargreinar að ræða og um varðveislu þeirra gilda ólík lögmál. Það þýð- ir ekki heldur að tala eins og það sé alkunna að „skáldin“ (þá væntanlega drótt- kvæðaskáldin því að önnur skáld þekkjum við ekki) hafi vegna íþróttar sinnar og hlutverks í samfélaginu þurft að læra eddukvæði og þannig komið í veg fyrir að þau hafi aflagast og breyst í önnur. (sbr. 384) Um þetta er ekkert vitað auk þess sem kenningar um munnlega orðlist ganga ekki út frá því að eitthvað upp- runalegt aflagist og breytist þannig í eitthvað annað. Það er að vísu mjög sennilegt að til hafi verið sérstakir kvæðamenn sem voru vel að sér í fornum fræðum en við getum alls ekki talað um þá í sömu andránni og hirðskáldin sem fluttu konungum dróttkvæðar drápur. Hér er um tvær ólíkar listgreinar að ræða, jafnvel þó að EMJ sé með tilburði til að blanda þeim saman og gera lítið úr því sem skilur þær að. Bragarhættir, orðfæri og yrkisefni eru gjörólík og einnig má benda á að í Snorra-Eddu er þessu haldið vel að- greindu með því að leggja goðunum aldrei annan kveðskap í munn en undir edduháttum. Nafngreindir dauðlegir höfundar eru jafnan bornir fyrir drótt- kvæðunum og ástæða er til að ætla að einmitt vegna þess og hins flókna bragar- háttar hafi gilt önnur lögmál um munnlega varðveislu dróttkvæða en eddu- kvæða. I lokin úthúðar EMJ útgefanda fyrir að koma með nýja og sérlega heimsku- lega túlkun að því er honum finnst á Völuspá. Hér er líklega komið að því sem EMJ kallar óskiljanlegt nema menn hafi „. . . fylgst vandlega með ýmsum krókaleiðum umræðna á Islandi síðustu ár . . .“ (382) en hann telur það mikinn ókost útgáfunnar að hún skuli ræða við samtíma sinn. Þessi nýja túlkun sem EMJ segist hafa fundið í útgáfunni felst í því að „ballræðismennirnir", þ.e. karlmenn, eigi „sök á spillingunni, meðan konurnar elska friðinn platónskri ást“ (388). Síðan lætur EMJ drýgindalega og segir að Gullveig og Heiður eigi upptökin og verði að „teljast kvenkyns, a.m.k. meðan einhver arkeo-gyneko- logia hefur ekki leitt eitthvað annað í ljós . . .“ Hér er EMJ farinn að snúast um sjálfan sig því að í útgáfunni stendur: I heimi goðanna ríkir sæla allsnægtanna þar til þursameyjarnar þrjár koma. 398
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.