Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 10
Tímarit Máls og menningar
nálgaðist hann hvern vanda út frá nýjum sjónarhóli og kappkostaði að setja
fram persónulega túlkun í hverju verki. Þannig reisti hann bæði merki íslenskra
fræða og vakti áhuga þjóðarinnar á þeim bókmenntum sem hún á bestar.
Minningu slíkra manna er betur borgið ef við höldum áfram að hugsa í þeirra
anda, fá nýjar hugmyndir og skoða íslenskar bókmenntir allra alda með þeim
aðferðum sem eru tiltækar á hverjum tíma en stöðnum ekki í þeim fræðum sem
voru einu sinni góð. Fræðin eru forgengileg en listaverkin lifa.
Ef EMJ og aðra lesendur TMM langar til að kynna sér vöxt og viðgang rann-
sókna á munnlegri orðlist má, auk bókar Lords, t.d. benda á grein Vésteins Olason-
ar í Skírni 1978, „Frásagnarlist í fornum sögum“, grein Magnúsar Fjalldals í And-
vara 1980: „Kenning Lords og Parrys um tilurð og varðveizlu munnlegs kveðskap-
ar“, nýlegar bækur John Miles Foley, Oral-Formulaic Tbeory and Research: An
Introduction and Annotated Bibliography (New York: Garland, 1985, epr. 1986) og
The Theory of Oral Composition: History and Methodology (Indiana University
Press, 1988), bók Jack Goody, The Interface Between the Written and the Oral
(Cambridge University Press 1987) og einnig tímaritið Oral Tradition sem hóf
göngu sína árið 1986.
LEIÐRÉTTING
Bjarni Einarsson hefur komið að máli við ritstjóra vegna ljóðs Jóns Helgasonar,
Kom milda nótt, sem birtist í fyrsta sinn opinberlega í Kvæðabók Jóns. Þegar hefur
komið fram að þar var það prentað eftir gallaðri uppskrift - í upphafi 3. ljóðlínu á
að standa „ég bíð þess eins að brátt ég liggi nár“, en hafði breyst í „ég bið þess eins
. . . “. Bjarni hefur nú bent okkur á að samkvæmt eiginhandarriti Jóns, sem er í
eigu Sigurðar Hafstaðs, fyrrum sendiherra, og var skrifað heima hjá Sigurði í Osló
haustið 1974, er einnig villa í fyrstu Ijóðlínu sama erindis í Kvæðabókarútgáfunni.
Þar á samkvæmt eiginhandarritinu að vera tilvísunarfornafnið „er“ en ekki „sem“.
Þeir lesendur sem eiga Kvæðabók Jóns Helgasonar eru beðnir um að færa þessar
leiðréttingar inn í bækur sínar.
- Ritstj.
400