Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 14
Tímarit Máls og menningar Mósebókar“ og „Jobsbókar“ nútímamenn? Eru ekki goðsagnirnar um Lúsífer og Promeþeus táknmyndir nútímamanna? Hvað um höfund Njáls sögu þegar hann skóp persónu eins og Skarphéðin? Hvað um jafnaldra hans Dante, þegar hann kvað: Við hálfnað skeiðið, einn og engum nærri, ég áttavilltur stóð, í myrkum viði, þeim stíg, er skyldi ég fara, órafjarri? Hvað um Hamlet og jafnaldra hans Don Kíkóta? Hvað um heimskvöl rómantíkurinnar og Schopenhauer sjálfan? Hvaða nútími byrjaði með Brandesi, Ibsen og Strindberg eins og Skand- ínavar tala um? Eða hvaða nútími hófst með Nordal, Þórbergi og Laxness eins og hér hefur heyrst? Merkir nútími - modernismi yfirleitt nokkra skapaða, hrærandi grein? Og umfram allt: Er nútími - nútímamaður - modernismi eitthvað af einni ætt? Subjektiviteten er sandheden, var eitt sinn sagt. Mætti ekki eins vel segja: Nútíminn er margbreytileikinn - utangarðsmenn og uppar. Og menningarbyltingin? Er þróun hálfrar aldar bylting? Verður yfirleitt bylting í þorpi? Ekki, sagði Jón úr Vör. Hver dagur er splunkunýr dagur, sagði Pétur Gunnarsson. Ekkert er nýtt undir sólinni, sagði annað og miklu eldra skáld. Hvort lífsviðhorfið aðhyllumst við? Ætli það fari ekki nokkuð eftir aldri og reynslu hvers og eins eða einfald- lega eftir því hvernig stendur í bólið okkar hverju sinni. Hér hef ég nú þegar slengt fram nægilega mörgum spurningum varðandi meginþema þessarar málstofu - menningarbyltingin á Islandi - til þess að ég ætti að láta máli lokið og málstofustjórinn að gefa orðið frjálst svo að fundarmenn mættu taka við og gera upp bókhaldið, úttektir og innlegg vetrarins í þessari stofu. En ég hef lofað stjórnanda málstofunnar að segja hér nokkur orð, freista þess að rekja nokkra þætti í hugmyndum Gunnars Gunnarssonar skálds, einkum eins og þeir birtust á áratugunum milli 1920 og 40. Auðvitað leyfir tíminn ekki að þetta verði meira en að tína fáein kurl til grafar eða draga staka stofna af þeirri víðlendu mörk sem höfundarverk Gunnars er. En er nú líklegt að athugun á hugmyndum og höfundskap eins manns gefi einhver svör við því hvort það varð menningarbylting á Islandi? Eg efast raunar um það. Skáldskapur lýtur eigin lögmálum og fer óröklegar leiðir, verður ekki 404
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.