Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 17
Gegn straumi aldar
Schleswig-Holstein og þar að auki Suður-Jótland, sem Danir endurheimtu
ekki fyrr en 1918. Þegar Rodding var komin undir prússneska stjórn fluttu
forráðamenn skólans hann rétt norður fyrir hin nýju landamæri og endur-
reistu hann í Askov.
Allar götur síðan, árin sem Gunnar var í Askov og fram yfir fyrri heims-
styrjöld, var skólinn sakir sögu sinnar hreiður brennandi þjóðerniskenndar
gagnvart yfirgangi grannans í suðri. Þarna komst Gunnar strax á mótunar-
skeiði í nána snertingu við vandann í nábýli Dana og Þjóðverja.
Það var þó ekki dansk-þýski sambúðarvandinn einn sem Gunnar kynnt-
ist í Askov.
Þegar hér var komið sögu mátti lýðháskólahreyfingin kallast samnorræn
og gildur þáttur í hugsjónum hennar var það sem við köllum skandínav-
isma, hugmyndin um menningarlega einingu Norðurlanda.
Askovskólinn var eftirsóttur, og auk Dana voru þar við nám Islendingar,
Svíar og Norðmenn. Eins og lýst er í sögu Ugga Greipssonar, urðu einnig
Norðmenn og Svíar meðal nánustu kunningja Gunnars í Askov. Þarna
komst hann í reynd í kynni við hina norrænu samkennd skandínavism-
ans.
Þetta tvennt, skandínavisminn og afstaðan til Þýskalands, urðu þeir
þættir sem hvað ábærilegastir og afdrifaríkastir urðu í opinberum hug-
myndafræðilegum afskiptum Gunnars Gunnarssonar á þriðja og fjórða
áratugnum.
Vorið 1910 fluttist Gunnar til Kaupmannahafnar og næstu tvö árin lifði
hann þar við sult og seyru, en 1912 kom út fyrsta bindið af Sögu Borgar-
xttarinnar, Ormarr Orlygsson, og á næstu tveimur árum framhaldið
Danska frúin á Hofi, Gestur eineygði og Orninn ungi.
Með þessu verki vann Gunnar þann höfundarsigur sem sköpum skipti.
Fyrstu verk höfunda, sem reynast standa undir nafni, hafa löngum verið
heillandi viðfangsefni fyrir samanburðarbókmenntafræðinga. Einatt eru
þessi verk eins og Janusarhöfuð sem horfir í tvær áttir senn: Vísa aftur til
lærimeistara og fyrirmynda og horfa fram til síðari verka.
I Sögu Borgarættarinnar má þannig eygja ýmis þau viðfangsefni og
vandamál er Gunnar glímdi síðar við á löngum höfundarferli. Þetta birtist í
einstökum minnum og ekki síst í ákveðnum manngerðum.
Hér er hinn jarðnáni, trausti bændahöfðingi, fjölskyldufaðir og kon-
ungur í ríki sínu, Orlygur á Borg. Hér er hin örlögborna hetja Ormarr
sonur hans, eins konar íslenskur Tonio Kröger sem togast milli ólíkra
407