Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 18
Tímarit Máls og menningar heima, arfs upprunans og áhrifa heimsins, milli listar og veraldarumsvifa, en tekst að varðveita heilleika sinn. Hér er hin sataníska persónugerð, mannleg illska holdi klædd, séra Ketill, sem þó umvendist síðar í helgan mann fyrir fórnfúsa þjónustu við meðbræður sína. Og hér finnum við strax hinar auðmjúku, fórnfúsu, elskandi konur. Eftir útkomu Borgarœttarinnar hefst það skeið í höfundarverki Gunnars sem kennt hefur verið við glímu við heimspekileg vandamál, tilvistarlegt og lífsskoðanalegt uppgjör. Frá þessu skeiði eru skáldsögurnar Ströndin, Vargur í véum og því lýkur með Sælir eru einfaldir 1920. I frásagnarmiðju þessara sagna eru menn sem glatað hafa guði sínum, trú sinni, lifa í uppreisn, sjálfir sundraðir í sundurtættri veröld, eru hálfir menn, skortir heilleika. Þessu skeiði hefur Matthías Viðar Sæmundsson gert grein fyrir í rækileg- ustu könnuninni, sem gerð hefur verið á einstökum þáttum í höfundarverki Gunnars, í ritgerð sinni Mynd nútímamannsins. Þó að þetta skeið fram til 1920 beri meginsvip tilvistarlegrar bölsýni er það engan veginn einlitt fremur en önnur tímabil á höfundarferli Gunnars. Inn í þennan heimspekilega bölmóð skýtur hann sögunni Fóstbræðrum, sem kom út 1918 og ber allt annan svip. Þá þegar er hann kominn með áætlun um verk sem hann lýsti svo í viðtali við tímaritið Hver 8 Dag 1919: „ - Það er ætlun mín að semja sérstaka röð skáldsagna um sögu Islands frá söguöld til okkar daga.“ Það leið þó meira en áratugur uns hann hæfist handa um framhaldið. Meginverk Gunnar frá þriðja áratugnum er sagan af Ugga Greipssyni, Kirkjan á fjallinu. Hún kom út í fimm bindum á árunum 1923-28. Hér er sögð þroskasaga listamanns, skáldsins Ugga. Leið Ugga er hlið- stæð við leiðina í frásögn „Mósebóka“, sem e.t.v. má kalla frum-goðsögn allra heimsbókmenntanna: Dvöl í Edensranni öryggis, samræmis og heil- leika frumbernskunnar. Fall og útlegð í heimi angistar Nætur og draums. Eyðimerkurganga Oreynds ferðalangs. Loks heimkoma aftur til sáttar og öryggis, heilleika og samræmis í fjölskyldulífi með ungri eiginkonu og syni. Uggi hefur fundið öryggi móðurfaðmsins á ný, og hringferli hans er undirstrikað með því að móðirin og ástkonan-eiginkonan bera sama nafn. Með Kirkjunni á fjallinu yfirvann Gunnar þá tilvistarlegu bölhyggju, sem einkenndi verk hans um og upp úr heimsstyrjöldinni fyrri, og sögu Ugga lýkur einmitt þar sem angistarár Gunnars sjálfs tóku við. Undir lok þriðja áratugarins hefst hann svo handa um framhald þess mikla bálks sögulegra skáldsagna, sem hann hafði boðað 1919, og kom Jón Arason út 1930. Síðan fylgdu Jörð 1933, Hvíti Kristur 1934 og Grámann 408
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.