Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 22
Tímarit Máls og menningar En mig langar að minnast nánar á fjögur atriði sem ég hygg að hafi einkum gildi þegar skoðaður er hugmyndaheimur Gunnars á áratugunum 1920-40 og skýri þætti í heimssýn verka hans. Um uppeldis- og menntamál skrifaði Gunnar nokkrar greinar og krón- íkur. Einkum var það á árunum 1926 og 27, um það leyti sem hans eigin synir skyldu hefja reglulega skólagöngu. Sumar þeirra fjalla um hlutverk lýðháskólanna, aðrar um hefðbundna skólagöngu og skyldunám barna og unglinga. I einni þessara greina talar hann um átakanleg örlög barna lélegra for- eldra, sem jafnvel gæti verið réttmætt að taka börnin frá með valdi til að bjarga þeim. Meginlína greinanna allra er hörð ádeila á danskt skólakerfi þessara ára. Mjög dæmigerður fyrir anda þeirra er fyrirlestur sem hann flutti í Pædagogisk Selskab og birtist sem króníka í Politiken 14. apríl 1926 og nefndist „Barnlige Betragtninger". Hann deilir þar harkalega á danska skóla, er hann kallar barnafangelsi, þar sem börnum sé haldið föngnum langa tíma á hverjum degi, öllum gert að læra hið sama, allt flatt út og þessar stofnanir til þess líklegastar að fram- leiða andlega krypplinga eða glæpamenn. Sem andstæðu og óskamynd bendir hann á sína eigin frjálsu skólagöngu í æsku, nokkrar vikur á vetri hjá farkennara. Hann lýsir eftir skóla, sem efli frjálst hugmyndaflug og sinni þroska hvers einstaklings eftir þörfum og glæði umfram allt löngun til sjálfsnáms og sjálfsuppeldis. A margan hátt virðast skoðanir Gunnars um skóla fara nærri þeim hug- myndum sem nú er reynt að framfylgja með sérkennslu og einstaklings- bundinni kennslu. Gunnar lét ekki heldur sitja við orðin tóm. Sína eigin syni lét hann ekki í skóla, en hélt heimiliskennara handa þeim. Elsti sonur hans, Gunnar list- málari, sagði mér að sjálfur hefði hann aldrei komið einn dag í opinberan skóla, en þegar eitthvað leið á unglingsárin gerði yngri sonur, Úlfur síðar yfirlæknir á Isafirði, uppreisn og heimtaði að fara í skóla með jafnöldrum sínum. I skólagreinum sínum birtist Gunnar senn sem mikill húmanisti og mik- ill einstaklingshyggjumaður. I framkvæmdinni gagnvart menntun eigin sona finnst manni þó eins og sveimhuga listamaðurinn Ormarr sé að hverf- ast yfir í konunginn Orlyg á Borg með óskorað föðurveldi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.