Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 22
Tímarit Máls og menningar
En mig langar að minnast nánar á fjögur atriði sem ég hygg að hafi einkum
gildi þegar skoðaður er hugmyndaheimur Gunnars á áratugunum 1920-40
og skýri þætti í heimssýn verka hans.
Um uppeldis- og menntamál skrifaði Gunnar nokkrar greinar og krón-
íkur. Einkum var það á árunum 1926 og 27, um það leyti sem hans eigin
synir skyldu hefja reglulega skólagöngu. Sumar þeirra fjalla um hlutverk
lýðháskólanna, aðrar um hefðbundna skólagöngu og skyldunám barna og
unglinga.
I einni þessara greina talar hann um átakanleg örlög barna lélegra for-
eldra, sem jafnvel gæti verið réttmætt að taka börnin frá með valdi til að
bjarga þeim. Meginlína greinanna allra er hörð ádeila á danskt skólakerfi
þessara ára.
Mjög dæmigerður fyrir anda þeirra er fyrirlestur sem hann flutti í
Pædagogisk Selskab og birtist sem króníka í Politiken 14. apríl 1926 og
nefndist „Barnlige Betragtninger".
Hann deilir þar harkalega á danska skóla, er hann kallar barnafangelsi,
þar sem börnum sé haldið föngnum langa tíma á hverjum degi, öllum gert
að læra hið sama, allt flatt út og þessar stofnanir til þess líklegastar að fram-
leiða andlega krypplinga eða glæpamenn.
Sem andstæðu og óskamynd bendir hann á sína eigin frjálsu skólagöngu í
æsku, nokkrar vikur á vetri hjá farkennara.
Hann lýsir eftir skóla, sem efli frjálst hugmyndaflug og sinni þroska
hvers einstaklings eftir þörfum og glæði umfram allt löngun til sjálfsnáms
og sjálfsuppeldis.
A margan hátt virðast skoðanir Gunnars um skóla fara nærri þeim hug-
myndum sem nú er reynt að framfylgja með sérkennslu og einstaklings-
bundinni kennslu.
Gunnar lét ekki heldur sitja við orðin tóm. Sína eigin syni lét hann ekki í
skóla, en hélt heimiliskennara handa þeim. Elsti sonur hans, Gunnar list-
málari, sagði mér að sjálfur hefði hann aldrei komið einn dag í opinberan
skóla, en þegar eitthvað leið á unglingsárin gerði yngri sonur, Úlfur síðar
yfirlæknir á Isafirði, uppreisn og heimtaði að fara í skóla með jafnöldrum
sínum.
I skólagreinum sínum birtist Gunnar senn sem mikill húmanisti og mik-
ill einstaklingshyggjumaður. I framkvæmdinni gagnvart menntun eigin
sona finnst manni þó eins og sveimhuga listamaðurinn Ormarr sé að hverf-
ast yfir í konunginn Orlyg á Borg með óskorað föðurveldi.