Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 23

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 23
Gegn straumi aldar Þeir þrír þættir í opinberum hugmyndafræðilegum afskiptum Gunnars, sem enn eru ónefndir, voru raunar innbyrðis tengdir. Víkjum fyrst að skandínavismanum. Sú hefur verið raunin á þessari öld að í kjölfar heimsstyrjaldanna beggja hefur siglt stóraukinn áhugi á norrænni samvinnu. Norrænu félögin voru stofnuð 1919 og upp úr síðari heimsstyrjöldinni hófst sú stjórnmálasam- vinna sem tengist Norðurlandaráði og starfsemi þess. En Gunnar hafði stærri áform á prjónunum en fólust í vináttuböndum Norrænu félaganna. Það er 1925 sem hann gengur fram fyrir skjöldu með ræðu í Studenter- samfundet í Kaupmannahöfn um sameiningu Norðurlanda í eitt ríki. Eins og á 19. öldinni virðist þessi skandínavismi fyrst og fremst hafa ver- ið bundinn við samtök stúdenta, og einkum sýnast norskir stúdentar hafa verið brennandi í andanum. Fram um 1930 flytur Gunnar fyrirlestra og ræður um þessa hugsjón sína í stúdentasamtökum á Norðurlöndunum þremur, Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Fyrir honum vakir beinlínis endurreisn Kalmarsambandsins, stofnun eins norræns lýðveldis. Og hverjar eru forsendur hans? Þær eru af tvennum toga: menningarlegar og pólitískar. Norðurlandabúar (nema Finnar) eru af einum kynþætti, eiga sér sameig- inlega menningu, eru í reynd ein þjóð, miklu fremur en t.a.m. Bandaríkja- menn. Pólitískt ástand Evrópu krefst þess að Norðurlönd sameinist gegn ásælni stórþjóða álfunnar. Strax í upphafi þessarar baráttu sinnar talar Gunnar um friðarsamningana í Versölum sem svikahlé, lokauppgjör stór- velda álfunnar hljóti að vera skammt undan. Og þar reyndist hann sann- spár. Hann telur að þessi sameining megi ekki dragast, nú sé tækifærið meðan stórveldin séu enn í sárum eftir heimsstyrjöldina. Nokkra sérstöðu hefur ræða, sem Gunnar flutti í Lundi í Svíþjóð 4. des. 1926, er menn minntust þess að 250 ár voru liðin frá orrustunni við Lund. Þessa ræðu flutti hann á vegum stúdentafélaganna Clarté og Den yngre gubben sem voru marxísk og sósíaldemókratísk. Tage Erlander, síðar forsætisráðherra Svía um langan tíma, var meðal áhrifamanna í síðar nefnda félaginu, og hann skýrir frá því í endurminning- um sínum að þegar stofnað var af þessu tilefni til hátíðarguðþjónustu í Lundardómkirkju með konung landsins og hershöfðingja í broddi fylking- ar til að minnast þeirra Svía, er féllu við Lund 1676, var tilgangurinn sá að vekja þjóðarstemningu fyrir aukinni hervæðingu og vígbúnaði. Þá gengust þessi róttæku stúdentafélög fyrir andhátíð í Lundi þar sem áhersla var lögð á frið og bræðrabönd meðal norrænna manna. Fengu þau 413
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.