Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 28
Tímarit Mdls og menningar mikið lof á hið nýja Þýskaland Hitlers, hvort sem það er nú allt rétt eftir honum haft. Eftir þetta og til loka Danmerkurdvalarinnar blésu alltaf öðru hverju mjög kaldir vindar til Gunnars í dönskum blöðum vegna afstöðu hans til Þýskalands. Hann lét ekki heldur deigan síga. A sínum tíma hafði hann birt opinberlega heillaóskir til Þjóðverja, er þeir endurheimtu Saarhéruðin, og þegar þeir innlimuðu Austurríki deildi hann í blaðaviðtölum harkalega á hræsni þeirra manna sem væru andvígir sameiningu þessara þýsku þjóða. Skandínavismi Gunnars hafði ekki fundið hljómgrunn nema í þröngum hópi stúdenta. Nú gekk hann á síðara helmingi fjórða áratugarins til liðs við dönsk æskulýðssamtök er nefndust Det unge Grænseværn. Tilgangur þeirra var að vernda dönsku landamærin við Þýskaland og hindra kaup Þjóðverja á jarðeignum á Suður-Jótlandi. Gunnar skrifaði töluvert í tímarit þeirra Folkung, og þegar síðari heimsstyrjöldin skall á haustið 1939 bauð hann fram þjónustu sína til að verja landamæri Dan- merkur þó svo að með vopnum væri. Stefnuskrá Det unge Grænseværn fólst í vígorðunum Front - Bro. Dan- mörk átti í senn að vera virki gegn ásælni úr suðri og brú vináttu Norður- landa við Þýskaland. Eg þykist þess fullviss að þeir köldu vindar sem stundum blésu um Gunnar í Danmörku á síðari helmingi fjórða áratugarins ýttu enn undir heimferð hans. Hún hafði þó lengi staðið til. Strax upp úr 1920 var hann tekinn að falast eftir jörðum á Islandi til kaups með það fyrir augum að setjast þar að. Nú keypti hann Skriðuklaustur og fluttist heim skömmu eftir fimm- tugsafmæli sitt vorið 1939. Heimferðin og afmælið urðu tilefni mikilla hyllinga í Danmörku. Danir sáu í lífi Gunnars rætast ævintýrið um kotungssoninn sem vann konungs- ríkið. En samskiptum hans við Þýskaland var ekki lokið. Enn var óorðinn sá atburður sem hérlendis hefur mestu orkað til að bendla nafn hans við flokk Adolfs Hitlers - heimsókn hans til foringjans 20. mars 1940. Menn hafa spurt mig: - Var Gunnar nasisti? Og svar mitt er nei. Svo undarlegt sem það má virðast er það einmitt þessi heimsókn sem styrkir mig í þeirri skoðun. Fyrir heimförina hafði Gunnar þegið heimboð frá Die nordische Gesell- schaft um væntanlega mikla upplestrarferð um Þýskaland. I janúar 1940 var boðið ítrekað og hann fór þó að styrjöldin væri skollin á. Þegar hann kom til Lubeck var gengið frá ferðaáætlun hans, og vinir hans þar, forystumenn Die nordische Gesellschaft, sem sumir voru virkir 418
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.