Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 28
Tímarit Mdls og menningar
mikið lof á hið nýja Þýskaland Hitlers, hvort sem það er nú allt rétt eftir
honum haft.
Eftir þetta og til loka Danmerkurdvalarinnar blésu alltaf öðru hverju
mjög kaldir vindar til Gunnars í dönskum blöðum vegna afstöðu hans til
Þýskalands. Hann lét ekki heldur deigan síga. A sínum tíma hafði hann birt
opinberlega heillaóskir til Þjóðverja, er þeir endurheimtu Saarhéruðin, og
þegar þeir innlimuðu Austurríki deildi hann í blaðaviðtölum harkalega á
hræsni þeirra manna sem væru andvígir sameiningu þessara þýsku þjóða.
Skandínavismi Gunnars hafði ekki fundið hljómgrunn nema í þröngum
hópi stúdenta. Nú gekk hann á síðara helmingi fjórða áratugarins til liðs
við dönsk æskulýðssamtök er nefndust Det unge Grænseværn.
Tilgangur þeirra var að vernda dönsku landamærin við Þýskaland og
hindra kaup Þjóðverja á jarðeignum á Suður-Jótlandi. Gunnar skrifaði
töluvert í tímarit þeirra Folkung, og þegar síðari heimsstyrjöldin skall á
haustið 1939 bauð hann fram þjónustu sína til að verja landamæri Dan-
merkur þó svo að með vopnum væri.
Stefnuskrá Det unge Grænseværn fólst í vígorðunum Front - Bro. Dan-
mörk átti í senn að vera virki gegn ásælni úr suðri og brú vináttu Norður-
landa við Þýskaland.
Eg þykist þess fullviss að þeir köldu vindar sem stundum blésu um
Gunnar í Danmörku á síðari helmingi fjórða áratugarins ýttu enn undir
heimferð hans.
Hún hafði þó lengi staðið til. Strax upp úr 1920 var hann tekinn að falast
eftir jörðum á Islandi til kaups með það fyrir augum að setjast þar að.
Nú keypti hann Skriðuklaustur og fluttist heim skömmu eftir fimm-
tugsafmæli sitt vorið 1939.
Heimferðin og afmælið urðu tilefni mikilla hyllinga í Danmörku. Danir
sáu í lífi Gunnars rætast ævintýrið um kotungssoninn sem vann konungs-
ríkið.
En samskiptum hans við Þýskaland var ekki lokið. Enn var óorðinn sá
atburður sem hérlendis hefur mestu orkað til að bendla nafn hans við flokk
Adolfs Hitlers - heimsókn hans til foringjans 20. mars 1940.
Menn hafa spurt mig: - Var Gunnar nasisti? Og svar mitt er nei.
Svo undarlegt sem það má virðast er það einmitt þessi heimsókn sem
styrkir mig í þeirri skoðun.
Fyrir heimförina hafði Gunnar þegið heimboð frá Die nordische Gesell-
schaft um væntanlega mikla upplestrarferð um Þýskaland. I janúar 1940 var
boðið ítrekað og hann fór þó að styrjöldin væri skollin á.
Þegar hann kom til Lubeck var gengið frá ferðaáætlun hans, og vinir
hans þar, forystumenn Die nordische Gesellschaft, sem sumir voru virkir
418