Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 32

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 32
Tímarit Máls og menningar Er ekki allt fjölmiðlafárið því fólki, sem í því hrærist, ákveðin nauðsyn og lífshvati? Gunnar reisti höll á Skriðuklaustri og hugðist reka þar búskap eitthvað í stíl við bændahöfðingja sagna sinna, Orlyg á Borg, Afa á Knerri, Brand á Bjargi. Þrátt fyrir allt stóð feðraveldi bændanna enn. Það hafði ekki orðið bylt- ing á Islandi. Að vísu lætur Halldór Laxness það í ljós í jólabréfi til Gunn- ars 1939 að hann óttist að þetta fyrirtæki verði ekki annað en investment í rómantíkina, eins og hann orðar það. En vorið og sumarið 1940 skall menningarbyltingin á Islandi. Hún skall á - því að hún kom að utan með hernáminu, en átti sér ekki rætur í kröft- um sem fólust í þjóðardjúpinu og leituðu uppgöngu í byltingu eins og franska byltingin eða rússneska byltingin. Það verður aldrei bylting í þorpi. Byltingum á Islandi hefur verið þröngvað upp á okkur að utan: Siða- skiptin 1550 - hernámið 1940. Efnahagslegar og félagslegar afleiðingar hernámsins höfðu það í för með sér að búskapur á Skriðuklaustri var óhugsandi í því formi sem Gunnar hafði hugsað sér, þó að hann baslaði þar áfram í áratug. I þriðja lagi er það sem mestu varðar: Stóðst konungsríki hugmynda hans hildarleik styrjaldarinnar — þetta konungsríki heilleika og lífssamræm- is, sem hann hafði freistað að byggja upp? Eða stóð hann í lokin þögull yfir rústum þess eins og Lér konungur? Sama árið og síðari heimsstyrjöldinni lauk, 1945, kom Ströndin út í heildarútgáfu verka hans á íslensku og þar skrifar hann merkilegan eftir- mála um sköpunarsögu bókarinnar og skilgreinir hana sem viðbrögð sín við ógnum heimsstyrjaldarinnar fyrri. Þar segir hann: Mig óraði ekki fyrir því á þeim dögum, að mannkynið er ein sál og einn lík- ami, samneytið óhjákvæmilegt, samábyrgðin alger - og sálin varla óskyldari líkamanum en himnar hafi og hauðri. Stóð ég þó, rétt á litið, á vígvellinum, eigi síður en hermenn þeir, er teflt var fram, stóð meira að segja beggja vegna á vígvellinum, - stóð á öllum vígvöllum! Mér blæddi að vísu ekki út; hvorki holund né mergund varð fundin á skrokki, sem eftir margra ára hálfsult not- aðist matur og drykkur það rækilega, að honum hefur oftast síðan verið full- vel í skinn komið. Nei, hin viti firrta vopnasenna særði mig öðrum og örð- ugfundnari sárum. Sál mín varð sem sviðið land, saurgað fúlum valköstum; hver urinn akur minnti mig á skotplægða mold, mengaða nýsundurtættum mannahræjum. Mér blæddi inn. 422
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.