Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 35
Astrábur Eysteinsson
Hvað er póstmódernismi?
Hvernig er byggt á rústum ?
Það á sjálfsagt að merkja eitthvað, segir hin.
Það má vera. En ég finn ekki púðrið í því. Maður er kannski svona ófull-
kominn, að skilja ekki háleita list.
Ætli maður komist ekki af án þess. Einsog hingað til. Eg hélt bara að mað-
ur gæti lyft sér og þroskazt.
Það er sjálfsagt til of mikils mælzt hjá þessum módernistum, sem vita ekki
að módernisminn er alls ekki lengur móderne. Þeir segja í Ameríku að við
lifum á póstmóderne tíma. Það er ég nýbúin að lesa. Allavega í bókmennt-
um. Það er orðið gamaldags að vera móderne.
Haltu kjafti, viltu það?
Thor Vilhjálmsson: Turnleikhúsið
Hvað er póstmódernismi? Þessi óþolandi spurning var vinnutitill og ég hef
ekki komist nógu langt til að geta strikað hana út. Að vísu birtir undirtitillinn
þá spurningu sem smám saman hefur fært sig upp á skaftið á meðan glíman við
þá fyrri hefur staðið yfir og segir þannig sitt um einhvern skilning í mótun.1
Titilspurningunni verður því ekki svarað á einhlítan hátt þótt hún sé leiðarljós
(og eflaust stundum villuljós) í þessari grein. Raunar mun ég ekki síður beina
athygli að forsendum hugtaksins. Hverju vilja menn koma á framfæri með því
að bregða fyrir sig orði sem oft reynist rugla fólk í ríminu frekar en að skýra
megindrætti á tilteknu sviði, eins og fræðihugtökum er ætlað að gera?
Rétt er að viðurkenna strax að hugtakið „póstmódernismi“ er til dæmis um
að fræðimennska er ekki laus við öflugar tískusveiflur frekar en önnur svið
mannlífsins. A undanförnum árum hefur póstmódernismi verið sannkallað
tískuorð í lista- og bókmenntaumræðu, fyrst einkum í Bandaríkjunum en síðan
annars staðar á Vesturlöndum. Maður kemst ekki yfir að lesa nema brot af því
gríðarmikla lesefni sem birst hefur um póstmódernisma á sl. áratug. Þeir sem
nota hugtakið er. að vekja athygli á sér með nýstárlegu yfirbragði - og yfir-
bragðið er um leið tákn nýjabrums í menningunni (hér hlýt einnig ég að liggja
undir grun). En meistarar táknfræðinnar, menn eins og Roland Barthes og
Umberto Eco, hafa á síðustu áratugum kennt okkur að með nýtísku-tilburðum
TMM III
425