Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 36
Tímarit Mdls og menningar í ríki táknanna er líka verið að vekja umræðu, reyna að komast í samband við umheim sinn og annað fólk. Og í tískutáknum felst oft blind og jafnvel ör- væntingarfull tilraun til að fylgja samtímanum eftir, einnig þegar honum er af- neitað í nafni hins óorðna. Það er sambandið við samtímann sem veldur þeim ugg og þeirri spennu er gjarnan tengist hugtakinu póstmódernismi. Sá sem ekki er „inná“ póstmódern- isma kann að óttast að hann sé alls ekki með á nótunum í umræðu dagsins. Margir færa sér óljósa merkingu hugtaksins í nyt með því að einkenna áhuga- efni sitt eða listræna afurð, hver svo sem hún er, sem „póstmódernisma“ - og undirstrika þannig gagnvirkt og lifandi samband sitt við samtímann. Svo eru vissulega til þeir sem treysta svo mjög á hverfulleika tískunnar að þeir lýsa því settlega yfir að póstmódernismi heyri nú þegar fortíðinni til eða að umræða um hann sé úrelt. Aðrir afneita hugtakinu sökum þess að þeir þykjast sjá í umræð- unni um póstmódernismann staðfestingu þess að allt þetta teoríuþvaður um „nýjasta nýtt“ sé innantómt og snúist ekki um raunveruleg gildi í húmanískum og fagurfræðilegum efnum. Rannsókn á notkun hugtaksins leiðir í ljós að það er á mikilli ringulreið. Ekki er það þó endilega ástæða til að forðast fyrirbærið. Hugtakinu „póstmód- ernismi" er yfirleitt ætlað að höndla samtímann eða mikilvæg einkenni líðandi stundar. Er ekki ringulreiðin óhjákvæmilegt hlutskipti þeirra sem vilja ná átt- um í samtíðinni, þ.e. leitast við að sjá í henni sögulega samfellu á sama hátt og í liðinni tíð? Hugtakið póstmódernismi er sprottið annarsvegar af kredduþörf til að koma sér upp lykilorði yfir það sem er að gerast núna, en hinsvegar af lofs- verðri löngun til að skilja flókna samtímastöðu okkar sem skapenda og viðtak- enda í ríki listaverka og annarra tákna. En einmitt þessi löngun býður heim hættunni á einföldun hugtaksins. Eg vil þessvegna reyna að gefa hugmynd um margbreytilega notkun þess. Hugtakið á sér nú nokkurra ára sögu og hefur staðið styr um stöðu þess og merkingu. Að loknum nútíma? Eg gríp niður í vísindaskáldsögu eftir Bandaríkjamanninn Gregory Benford, In the Ocean of Night (í næturhafi), sem er látin gerast um og eftir aldamótin næstu. Þar les ég orðaskipti skötuhjúanna Nigels og Alexandríu: „Shirley ætlar að líta inn eftir matinn í kvöld" sagði Alexandría. „Fínt. Laukstu við skáldsöguna sem hún gaf þér?“ Alexandría hnussaði tígulega. „Neibb. Eins og venjulega er mestanpart verið að velta sér uppúr póstmódernískri angist með aukamyndum í „techni- color“.“2 Skáldsaga Benfords kom út 1971, nokkrum árum eftir að hugtakið „póstmódernismi" fór að sjást í bókmennta- og listaumræðu vestan hafs. Það er ekki frekar útlistað í sögunni en gæti annarsvegar verið óljós vísun í tætings- 426 i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.