Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 54
Tímarit Máls og menningar Frakklandi sér Lyotard nú innan kapítalismans möguleika fyrir öfl sem virtust honum andsnúin. Vísindin treysta til dæmis ekki lengur hinum gömlu frum- sögum og byggja meir á handahófskenndum tilraunum, tilfallandi hugmynd- um, þreifingum og tilviljunum. I ljósi þess virðist Lyotard líta svo á að kapítal- isminn geri okkur unnt að innleiða þann „póstmódernisma" sem ríkt hafi í framúrstefnulist aldarinnar á önnur þjóðfélagssvið. Hann sér fyrir sér samfélag þar sem tæknin auðveldar okkur frjálsa upplýsingadreifingu en þar sem ein- staklingsbundin öfl eru jafnframt laus undan ytri stjórn. Samfélagið verður sí- rofin og litrík samfella af örsögum, hverskonar ummerkjum um staðbundna menningu, einstaklinga og hópa sem skapa eða gera tilraunir á eigin forsendum eða algerlega handahófskennt útfrá aðstæðum sínum. Hver gengur að sínu og allt gengur - nema afturhvarf til eldri hefða, og þannig er reginmunur á póst- módernisma Lyotards og þeim póstmódernisma sem menn sjá í samfelldri end- urskoðun gamalla frumsagna. Það er athyglisvert að útfrá svipuðum hugmyndum um eðli kapítalismans hefur nýlega komið fram hörð gagnrýni á jafnt módernisma sem póstmódern- isma. Því er haldið fram að hvers konar módernismi sé nú orðinn máttlaust andófsafl vegna þess að það vestræna samfélag sem hann andæfi sé ekki lengur þekkjanlegur „andstæðingur" heldur óræður plúralískur vefur án miðstýrðs valds.39 Þetta er vissulega sælurík hugmyndafræði fyrir þá sem á hana trúa, einkum ef þeir eru í aðstöðu til að njóta hennar. Og eflaust er hún grundvallar- atriði í aðlögun ýmissa mótstöðuafla að ríkjandi kerfi, minnihlutastrauma sem eru að því er virðist samþykktir um leið og þeir eru í rauninni jaðraðir.40 Urgangsmenning Það sem kann að sýnast plúralismi í listheiminum getur þess vegna líka reynst endurspeglun samfélags sem dylur vald sitt undir hulu umburðarlyndis. I bók sinni Hefur módernisminn brugdist? bendir Suzi Gablik á að þrátt fyrir ýmsa kosti hafi hið plúralíska frelsi í listheiminum annars vegar leitt til skorts á gagn- rýnum viðhorfum, ekki síst gagnvart siðferðilegu hlutverki listarinnar, og hins vegar hafi það afhent markaðsöflunum alltof mikið vald til að ákveða hvað sé frambærileg list á hverjum tíma.41 Því er hætta á að ögrun sú er fólst í sjálfum verkum módernismans er þau komu fram heyri sögunni til. Nú velur „mark- aðurinn" úr gnægð strauma og stefna það sem vekja á athygli hverju sinni. Oft er að vísu reynt að bjóða upp á þessa gnótt í einu og sama verkinu. Stíl- blöndun er eitt greinilegasta einkennið á hinni póstmódernísku endurvinnslu og setur hún mjög svip sinn á myndlist, arkitektúr og hverskonar hönnun. Ég læt hér fylgja kafla úr glettinni umfjöllun Þórðar Kristinssonar fagurfræðings og prófstjóra Háskólans um fyrsta hefti Tímarits Háskóla íslands: Þá eru það prentbrellurnar. Mikið hefur verið lagt í umbrot, skreytingar og myndir, bæði í lit og svarthvítu. Hver grein virðist „hönnuð“ sérstaklega og 444
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.