Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 55
Hvað er póstmódernismi?
er ekkert samræmi á milli þeirra „skreytistíla" sem notaðir eru. Þannig má
t.a.m. merkja handbragð nítjándualdarmannsins William Morris á skreytingu
ritstjórnarpistils á bls. 5, en hins vegar eru sýnishorn af ýmsum gerðum
blaða- og bókaskreytinga sem tíðkast á vorum dögum umgjörðir ritgerðanna
á dreif um ritið. Sennilega má kalla þetta post-modernisma, en klassíkina
vantar alveg. Reyndar er engu líkara en hönnuðum hafi ekki verið ljóst hvort
þeir voru að skreyta barnabók, dagblað eða tímarit - eða eitthvað enn annað.
Heildarsvipur ritsins að þessu leyti er einkar vel lukkað sundurleysi.'12
Það er eflaust þessi sama sundurlausa fagurfræði tíðarandans sem módern-
istinn Sigfús Daðason tekur fyrir í ljóði sínu „Veröldin":43
Röklausar tengingar fjarskyldra greina.
Lausvenzluð aldaskeið.
Nákomnar andstæður flotnar úr fjarska.
Ennfremur nokkurskonar fin-de-siécle
í sjálfum þjóðarandanum
hrátt og rotið fin-de-siécle.
Þessi glundroði samtímans hefur raunar verið kenndur við „úrgangsmenn-
ingu“44 og kemur nú aftur til sögunnar skepnan sem potast með afturendann á
undan sér inn í framtíðina. Er menning okkar sem stendur takmörkuð við
meira eða minna meðvitaða endurvinnslu á þeim úrgangi sem fortíðin hefur
skilað okkur? Hugtakið úrgangsmenning er meðal annars sprottið af lýsingu
og greiningu franska félagsfræðingsins Jean Baudrillard á hinu póstmóderna
ástandi.45 Hann segir að hlutverk tákna hafi breyst á öld sjónvarpsins og menn-
ingar sem leggi megináherslu á neyslu. Tákn hafi losnað úr sambandi við ytri
veruleika, þ.e. því sambandi sem mótaðist af lífsþörfum okkar. Nú sé samfé-
lagið allt fljótandi í táknmyndum sem bjóða upp á hverjar þær „röklausar teng-
ingar“ sem menn kæri sig um. En það er ekki aðeins að táknið sé orðið alger
„eftirmynd" („simulacrum"), heldur er þessi eftirmynd sá eini raunveruleiki
sem við höfum.
Þessi lýsing Baudrillards á augsýnilega best við líf í stórborgum nútímans og
rétt er að setja fram dæmi til að skýra hvað hann á við. Ekki er erfitt að ímynda
sér stórborgarbúa sem aldrei hefur komið í náttúrulegt landslag. Hinsvegar
hefur hann oft séð náttúruna í sjónvarpinu og því er sú náttúra ekki bara eftir-
mynd í hans huga heldur sú eina náttúra sem hann þekkir, raunveruleiki hans.
Ef þessi maður væri sendur upp í sveit er ekki ólíklegt að hún yrði bara fram-
andlegt afbrigði af þeirri náttúru sem hann þekkir betur í öðrum myndum
(öfgakennt dæmi um svona mann er að finna í skáldsögu Jerzy Kosinskis,
Being There, sem á íslensku nefndist Fram í sviðsljósið). Sú náttúra sem hefur
verið endurframreidd með tækni nútímans er það tákn sem máli skiptir, frum-
myndinni hefur verið ýtt til hliðar. Baudrillard segir þetta gilda um vestræna
445