Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 55
Hvað er póstmódernismi? er ekkert samræmi á milli þeirra „skreytistíla" sem notaðir eru. Þannig má t.a.m. merkja handbragð nítjándualdarmannsins William Morris á skreytingu ritstjórnarpistils á bls. 5, en hins vegar eru sýnishorn af ýmsum gerðum blaða- og bókaskreytinga sem tíðkast á vorum dögum umgjörðir ritgerðanna á dreif um ritið. Sennilega má kalla þetta post-modernisma, en klassíkina vantar alveg. Reyndar er engu líkara en hönnuðum hafi ekki verið ljóst hvort þeir voru að skreyta barnabók, dagblað eða tímarit - eða eitthvað enn annað. Heildarsvipur ritsins að þessu leyti er einkar vel lukkað sundurleysi.'12 Það er eflaust þessi sama sundurlausa fagurfræði tíðarandans sem módern- istinn Sigfús Daðason tekur fyrir í ljóði sínu „Veröldin":43 Röklausar tengingar fjarskyldra greina. Lausvenzluð aldaskeið. Nákomnar andstæður flotnar úr fjarska. Ennfremur nokkurskonar fin-de-siécle í sjálfum þjóðarandanum hrátt og rotið fin-de-siécle. Þessi glundroði samtímans hefur raunar verið kenndur við „úrgangsmenn- ingu“44 og kemur nú aftur til sögunnar skepnan sem potast með afturendann á undan sér inn í framtíðina. Er menning okkar sem stendur takmörkuð við meira eða minna meðvitaða endurvinnslu á þeim úrgangi sem fortíðin hefur skilað okkur? Hugtakið úrgangsmenning er meðal annars sprottið af lýsingu og greiningu franska félagsfræðingsins Jean Baudrillard á hinu póstmóderna ástandi.45 Hann segir að hlutverk tákna hafi breyst á öld sjónvarpsins og menn- ingar sem leggi megináherslu á neyslu. Tákn hafi losnað úr sambandi við ytri veruleika, þ.e. því sambandi sem mótaðist af lífsþörfum okkar. Nú sé samfé- lagið allt fljótandi í táknmyndum sem bjóða upp á hverjar þær „röklausar teng- ingar“ sem menn kæri sig um. En það er ekki aðeins að táknið sé orðið alger „eftirmynd" („simulacrum"), heldur er þessi eftirmynd sá eini raunveruleiki sem við höfum. Þessi lýsing Baudrillards á augsýnilega best við líf í stórborgum nútímans og rétt er að setja fram dæmi til að skýra hvað hann á við. Ekki er erfitt að ímynda sér stórborgarbúa sem aldrei hefur komið í náttúrulegt landslag. Hinsvegar hefur hann oft séð náttúruna í sjónvarpinu og því er sú náttúra ekki bara eftir- mynd í hans huga heldur sú eina náttúra sem hann þekkir, raunveruleiki hans. Ef þessi maður væri sendur upp í sveit er ekki ólíklegt að hún yrði bara fram- andlegt afbrigði af þeirri náttúru sem hann þekkir betur í öðrum myndum (öfgakennt dæmi um svona mann er að finna í skáldsögu Jerzy Kosinskis, Being There, sem á íslensku nefndist Fram í sviðsljósið). Sú náttúra sem hefur verið endurframreidd með tækni nútímans er það tákn sem máli skiptir, frum- myndinni hefur verið ýtt til hliðar. Baudrillard segir þetta gilda um vestræna 445
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.