Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 72
Tímarit Máls og menningar að segja að frásögnin sé „gölluð“, en það kemur illa heim og saman við það að höfundinum tekst að skapa sannfærandi sögu. Klaus Hoeck hefur sett nýtt Danmerkurmet í lengd ljóðasafna með ljóðabók upp á 640 blaðsíður. Og ef einhver skyldi halda að bókin sé um- fangsmikil vegna þess að ljóðin séu stutt og fylli lítið af blöðunum, þá skal þess getið að bókin rúmar 1.734 ljóð, eða 3 á hverri blaðsíðu. Bókin heitir Hjem og fjallar um langt ferðalag til þessa áfangastaðar. Bókin skiptist í 3 spor: Náttúruna, Menninguna og Andann. Náttúru-sporið kemur fyrst og er efst á síðum bókarinnar, frá vinstri til hægri. Síðan fylgir Menningar- sporið neðst, og því á að fylgja frá hægri til vinstri, en síðasta sporið, spor Andans byrjar í miðju bókarinnar og breiðir úr sér til beggja hliða. Það eru enn fleiri kerfi sem liggja til grundvallar fyrir gerð bókarinnar, meðal annars mánuðirnir tólf og mörg ljóð eru byggð upp út frá bókstöf- unum í efnissamsetningu dansks jarðvegar. Danmerkurmetið fyrir lengsta smásagnasafnið á Peer Hultberg, sem árið 1985 gat út smásagnasafnið Requiem upp á 612 blaðsíður, en í því lætur hann 537 einstaklinga fá orðið í jafnmörgum köflum. Þeir lifa allir í ein- angrun í stórborg, og eru hver um sig á eintali sálarinnar. Með þessum 537 röddum vill Peer Hultberg draga upp mynd af sál Evrópubúans. Síðast í þessari upptalningu langar mig til að minnast á röð af bókum eft- ir Per Hojholt sem hann nefnir PRAKSIS, en þessar bækur hafa að geyma einhvers konar smásögur eða esseyjur. Þær eru oft býsna líkar völundar- húsum, og svipar mikið til bæði verka Franz Kafka og Jorge Luis Borges, sem Per Hojholt segist skulda svo mikið að það fari að nálgast gjaldþrot. Þjóðfélag og stjórnmál Aður en ég vík að umræðunni um síðmódernisma langar mig til að víkja aðeins að dönsku þjóðfélagi. Eg ætla ekki að þreyta ykkur með löngum fyrirlestri um þjóðarframleiðslu og kreppu, enda er það óþarfi. Viðhorf Dana til pólitíkur verður helst lýst með þeim orðum að ef pólitík og kosn- ingar gætu breytt einhverju, þá væri löngu búið að banna þær. Dönsk pólitík fjallar ekki um það sem skiptir máli fyrir menn. Dönsk pólitík fjallar um hvort það eigi að loka Kristjaníu, hvort við höfum efni á að taka við innflytjendum og flóttamönnum, hvort við borgum of mikið í skatta, hvort það beri að efla lífeyrissjóðina, og um viðskiptahallann, sem heldur áfram að aukast þrátt fyrir mánaðarlegar aðgerðir. Jú, kannski fjallar dönsk pólitík einnig pínulítið um atvinnuleysið, sem hefur sett milljón manns úr leik. En þetta vandamál er eiginlega orðið svo vandræðalegt og ómeðfærilegt að það kemst ekki lengur fyrir á dagskrá danska þingsins. Því hefur verið ýtt til hliðar ásamt annarri eyðileggingu sem svarar til 21,5 462
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.