Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 74
Tímarit Máls og menningar sé ekki hægt að stöðva framþróunina án þess að gera úr þessari stöðvun nýja þróun. Besta skilgreiningin sem ég þekki á síðmódernisma segir að í dag sé það ekki aðalatriðið að hafa rétt fyrir sér, heldur að hafa stíl og vera sannfær- andi. Þó að þessi skilgreining dæmi ekki skynsemina úr leik, þá segir hún eitthvað um tilhneigingu okkar til að leggja meiri áherslu á áhrifamátt hlut- anna hér og nú, og minni áherslu á gildi þeirra og sannleika þegar til lengri tíma er horft. Ef umræðan um síðmódernisma snýst um þetta, þá er ég sammála því að fyrirbærið sé til. Hitt er svo annað mál að inn í umræðuna um síðmódernisma hefur læðst einn af ókostum manneskjunnar: það er þörfin fyrir að setja punkt við það sem aðrir eru að fást við. Einkum ef það er eitthvað sem þeir taka ekki sjálfir þátt í. Síðmódernistarnir vilja endilega setja punkt fyrir aftan mód- ernismann. Andstæðingar síðmódernismans vilja endilega setja punkt fyrir aftan síðmódernismann, og ég vil endilega setja punkt við þá sem eru alltaf að setja punkt við eitthvað. Sérdönsk útgáfa af þessum kæk er að vera gáf- aðir fyrir hönd annarra. Danir eru ákaflega gáfaðir fyrir annarra hönd, og ef þessar gáfur væru einhvers virði þá væru Danir gáfaðasta þjóð í heimi. Gagnrýnin missir oft marks, vegna þess misskilnings að fólk heldur að það verði sjálft meira virði ef það kemur upp um aðra. Við verðum að gera ráð fyrir að fólk stjórnist ekki af mannvonsku, en við skulum kalla þetta gagnrýni. Einmitt hér er menningarumræðan í Dan- mörku stödd: allir vilja vera krítískir, en það er oft til að breiða yfir sér- áhugamál þeirra sjálfra. Það er ómögulegt að greina þar á milli, og þess vegna sigrar sá sem býr yfir mestum sannfæringarkrafti, og við erum aftur komin að kjarna málsins: það er mikilvægara að hafa stíl en að hafa á réttu að standa. Þegar rætt er um síðmódernisma fær maður á tilfinninguna að sú breyt- ing sem á að vera að gerast, hafi í raun og veru verið að gerast í árþúsundir. Hefur það ekki alltaf verið þannig að einhver hafi gagnrýnt skynsemina út frá einhverju sjónarmiði og því næst innleitt nýja skynsemi, sem næstu kynslóðir hafa síðan sett spurningarmerki við? Jú reyndar hefur þetta alltaf verið þannig, en það er alltaf einn varnagli: endurtekningar geta aldrei orð- ið nákvæmlega eins. Annars vegar er það rétt að ekki sé neitt nýtt undir sólinni, eins og komist var að orði í Toyota-auglýsingunni fyrir nokkrum árum, en þrátt fyrir þetta eru nýjar Toyotur settar á markaðinn árlega. Og nú heitir Toyotan á bókmenntamarkaðnum síðmódernismi, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Ef til vill er síðmódernisminn árétting um að það muni alltaf vera eitt- hvað, sem komi ekki í ljós í framsetningu verka, árétting um að á tímum 464
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.