Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 75
Aukin menningarbyrdi
hins mikla raunsæis, þar sem allt varð að játa og opinbera, skilgreina og
túlka ofan í kjölinn, þá gleymdist samt eitt: stíllinn.
Við getum reynt að gleyma Guði, eins og hugmyndafræðingar síðmód-
ernismans álíta reyndar að við séum að gera. En það hefur verið reynt áður.
Og samt kemur alltaf nýr Guð í staðinn. Ef Guð er ekki litli skeggjaði karl-
inn í skýjunum, þá er Guð það sama og Náttúran, eða Skynsemin, eða Vís-
indin. Frumspeki mundi vera það orð sem nær yfir þessar stærðir, og hún
lætur ekki útrýma sér, heldur verðum við að sætta okkur við tilvist hennar.
Ef eitthvað er að hverfa, gæti maður ætlað að eitthvað væri að byrja.
Frakki nokkur hefur sagt að 20. öldin hafi endað árið 1960. Ef maður þorir
ekki að hugsa þá hugsun til enda getur maður auðvitað látið 21. öldina hefj-
ast árið 1960, en það hefur hann trúlega ekki átt við. Hann hefur viljað tjá
þá tilfinningu, sem flestar kynslóðir upplifa, að okkur finnst oft eins og við
lifum í tómarúmi á milli gamals og nýs, þess sem var og þess sem kemur.
Og einmitt bókmenntirnar geta betur en nokkuð annað tjáð þessa upplifun
okkar á tímanum, og hjálpað okkur til að skilja betur.
Bókmenntaumrœðan
Vita danskir bókmenntafræðingar í dag meira um bókmenntir en fyrir 10
eða 20 árum síðan? Þrátt fyrir að spurningin sé órökrétt getur svarið mæta-
vel verið áhugavert, og í þessu tilfelli álít ég að svarið geti hjálpað okkur til
að skilja muninn á orði og athöfn. Reyndar vita þeir meira nú en áður, en
vandamálið er, eins og ég sé það, að hætt er við að sú vitneskja verði aldrei
notuð. Það skortir bæði tíma og næði til að nýjar kenningar geti fengið
praktíska þýðingu, geti til dæmis komist inn í námskrár háskóla eða
menntaskóla. Samkeppnin og nýja frumspekin, nýi Guðinn, Markaðurinn
keyrir alla áfram. Sem dæmi um hversu fáránlegar afleiðingar þetta ástand
getur haft má nefna doktorsritgerð í bókmenntafræði, sem lögð var fram í
Arósum fyrir nokkrum árum, en dómnefndin vísaði frá vegna þess, að höf-
undur beitti öðrum aðferðum en dómnefndarmenn. Ritgerðin fjallar um
ýmsa þá þætti, sem fengu ekki hljómgrunn í danskri bókmenntaumræðu
fimmta og sjöunda áratugarins, og hafa ekki enn komist inn í umræðuna
þrátt fyrir tilraunir í þá átt. Við verðum nefnilega að fylgjast með því nýj-
asta.
Bókmenntaverk er annarsvegar afmörkuð heild, lokaður heimur með
eigin lögmál og eigin framvindu, og allt sem gerist í verkinu á að öðlast
merkingu innan þessarar heildar, óháð því sem gerist utan hennar. Hins-
vegar gildir þetta einungis þangað til lesandinn kemur til sögunnar, því að
hann raskar að sjálfsögðu stöðugleika sögunnar með draumum sínum og
væntingum, og hann er þátttakandi í því samfélagi, sem verkið er túlkun á.
465