Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 77

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 77
Aukin menningarbyrði inn í teoríu, sem er flókin og gefur tilefni til mikilla heimspekilegra vanga- veltna. Paul de Man vill forðast þessar villigötur og fyrir honum er teorían raun- veruleiki, og það er þess vegna sem við verjumst henni. Eins og segir í Morðið í Dómkirkjunni eftir T.S. Eliot, þá þolir manneskjan ekki mjög mikinn raunveruleika. Bókmenntafræðin varð hluti af raunveruleikanum um leið og bókmennt- ir voru skilgreindar sem tungumál, og það gerðist hugmyndasögulega séð með uppkomu formgerðarstefnunnar (strúktúralisma). Bókmenntafræði er rannsókn á skáldskapargildi, þ.e.a.s. því sem gerir bókmenntir að bók- menntum. Hér kemur fram ýmiss konar andspyrna. I fyrsta lagi er það andspyrnan gegn óþolinu yfir að málið tali um málið. I öðru lagi er and- spyrnan gegn því að tákn tungumálsins séu tilviljanakennd. Þessu verst maður með aðstoð fagurfræðinnar. Fagurfræði er nefnilega að segja að í skáldskaparmálinu bindist táknin á ný. Orðið líkir eftir því sem það talar um: Sound echoes sense, eins og Pope sagði. En þótt táknið líkist því sem það táknar, þá líkist ljóðið ekki raunveruleikanum. Skáldskapargildið leiðir yfir í mælskufræði. I stuttu máli sagt er andstaðan við teoríu andstaða við að hægt sé að nota tungumálið í mælskufræði. Eða með öðrum orðum: fagurfræðin innan bókmenntanna og mælskufræðin innan teoríunnar eru hvor tveggja ágiskanir um hvaða tengsl séu á milli tákns tungumálsins og merkingar þess. Aukin menningarbyrði Að lokum fáein orð um titilinn á þessum pistli. Eiginlega ætti titill að vera gagnsær og geta staðið einn og sér, en „aukin menningarbyrði“ er tvíræður titill, og á að vera tvíræður. Árið 1929 gaf Sigmund Freud út bók, sem hann nefndi á þýsku Das Unbehagen in der Kultur. I danskri þýðingu heitir sú bók Kulturens byrde, eða menningarbyrði. I þeirri bók gerir Freud grein fyrir tengslum sálarlífs einstaklingsins og framfara þjóðfélagsins. Hann er talsmaður þeirrar skoðunar að grimmd og siðleysi standi í vegi fyrir frekari framförum siðmenningar, og kemst að þeirri niðurstöðu að árásarhvötin sé sjálfstæður hluti af sálinni og einkenni hennar, óháð ástarhvötinni. Maður- inn leitast við að halda þessari árásarhvöt í skefjum með því að þróa með sér samvisku, eða yfirsjálf, en tekur jafnframt þá áhættu að yfirsjálfið nái völdum og leiði til sektarkenndar og sundrungar. Sú vanlíðan eða sársauki sem fylgir þessu er samkvæmt Freud það gjald sem maðurinn verður að greiða fyrir framfarir siðmenningarinnar. Varla er hægt að skera úr um, hvort grimmdin og siðleysið séu eðlis- einkenni sálarinnar, eins og Freud vill meina, eða þvert á móti eigindir 467
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.