Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 82
Tímarit Máls og menningar
hálfu meira á sig til að fá hálft eins mikla viðurkenningu á störfum sínum.
Við erum annars flokks þegnar. I mörgum löndum Suður-Ameríku erum
við ennþá fatlaðar samkvæmt lögum. Gift kona er verr sett gagnvart lögum
en barn eða geðsjúklingur, þó hefur hún sömu skyldur og fyrsta flokks
þegn, það er að segja karlmaður. Oft fær hún lægri laun fyrir sömu vinnu,
en fyrir sama glæp fær hún þyngri hegningu. Til dæmis má setja konur í
fangelsi fyrir framhjáhald, en ótrúr eiginmaður verður að vera sekur um
tvíkvæni eða „svívirðilegt frillulíferni“ til að dómarinn slái á puttana á hon-
um.
Eg fæddist á tímum seinni heimsstyrjaldar og ólst upp í vanþróuðu, kaþ-
ólsku, afturhaldssömu ríki þar sem stéttskipting var gersamlega stirðnuð og
óhagganleg, við feðraveldi og karlaveldi. Þessu myndu Chilebúar mót-
mæla; þeir segja að í Chile sé mæðraveldi og þar sé minna um karlveldis-
hugsunarhátt en í öðrum löndum álfunnar, Chile sé eins konar England
Suður-Ameríku. Það þarf ekki annað en skoða löggjöfina til að sjá hvað
þetta er mikil vitleysa. Og á síðari árum hefur herforingjastjórnin heldur
alið á karlmennskunni. Getið þið hugsað ykkur betra dæmi um karlveldis-
hugsunarhátt en að láta hermenn njóta friðhelgi? Dagana eftir valdatöku
hersins 1973 fóru hermenn um með skæri og klipptu síðbuxur utan af kon-
um á götunni. Herforingjastjórnin gaf loks þá yfirlýsingu að hún hefði ekki
gefið skipun um þetta, en auðvitað sagðist hún vilja heldur að konur
gengju í pilsum eins og sæmilegt væri.
Um þetta leyti var mér falið að taka sjónvarpsviðtal við hægri sinnaðan
lögfræðing sem var að gera uppkast að nýrri stjórnarskrá fyrir Pinochet.
Hann er ókvæntur, ákafur kaþólikki, æstur andstæðingur frjálslyndis í
stjórnmálum, kvenhatari og sagður hreinn sveinn - eða að minnsta kosti
hrikalega hreinlífur. Alger elska, sem sagt. Eg spurði hann hvort nýja
stjórnarskráin bætti stöðu kvenna, hvort þar yrðu ákvæði um hjónaskiln-
aði, barnaumönnun, fóstureyðingar og svo framvegis. Hann reis úr sæti
sínu, hvítur af heift, og sagði:
„Svo lengi sem ég lifi verða aldrei samþykkt lög hér á landi sem leyfa
hjónaskilnaði og fóstureyðingar."
„En þér getið ekki látið sem þér sjáið ekki hve mörg hjónabönd fara í
vaskinn og hve margar konur og börn eru skilin eftir án verndar laganna.
Þér getið ekki heldur lokað augunum fyrir því að tvær af hverjum þrem
konum á kvennadeildum spítalanna koma þangað vegna þess að þær hafa
reynt að eyða fóstrum með herðatrjám eða einhverjum öðrum álíka harka-
legum ráðum,“ tautaði ég hálfskekin.
„Hlustið þér nú á, unga kona,“ æpti maðurinn ævareiður. „Við ætlum
ekki að setja lög um hjónaskilnaði og fóstureyðingar, ekki fremur en við
472