Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 85
Rödd dstríðnnnar Fyrst og fremst þarf að hafa neistann sem brennur innra með manni og aldrei slokknar. Sú sem hann ber í brjósti sér flýr ekki örlög sín. Sumt fólk fæðist með þessi ósköp og losnar aldrei við þau fyrr en á banastundu. En tii þess að neistinn eflist og verði að báli, raunverulegu listaverki, þarf að full- nægja vissum skilyrðum: maður þarf hvatningu, gott umhverfi, virðingu, frelsi til að skapa, tíma til þess líka, dálitla menntun og menningu, tækifæri til að vinna úr persónulegri reynslu, deila efa sínum með öðrum, og loks þarf maður umhun. Ef við flettum listasögunni í hvelli sjáum við að sárafáir listamenn koma úr röðum þræla, smábænda, verkamanna og fátækra utan- garðsmanna í samfélaginu. Konur eru líka fáar í hópnum. Yfirleitt koma listamenn úr vel stæðu, menningarlegu umhverfi sem nærir listarneistann. Ég er ekki að segja að það sé nóg, en neistinn fær þó skjól og súrefni, hann er ekki kæfður í fæðingu. Konur eru í hópi fátækra og kúgaðra á þessari jörð fyrir utan lítinn for- réttindahóp sem ég tilheyri. I þriðja heiminum þagga kirkjan, samfélagið, menningin og venjurnar niður í þeim. Þær eru síðastar af hinum síðustu, dæmdar frá bernsku til að þræla, óléttar, bundnar börnum og óhagganlegu tilbreytingarleysi heimilisstarfanna, þeim er iðulega nauðgað, þær eru barð- ar, verða gamlar fyrir aldur fram, menntunarsnauðar. Helmingur íbúa rómönsku Ameríku er ólæs og óskrifandi og mikill meirihluti þessa fólks er konur, því enn finnst fólki meira áríðandi að mennta synina en dæturnar sem eru búnar undir að þjóna öðrum, eiga börn og vinna húsverkin. Þetta er að breytast í borgum og meðal efri stétta þjóðfélagsins, en því miður er þetta ennþá venjan meðal frumbyggja, smábænda, verkalýðs og lægri milli- stéttar. Jafnmargar stúlkur og strákar koma í barnaskólana en í framhalds- skólum fækkar stúlkum geysimikið, þær fá sér vinnu í búskap, iðnaði eða á heimilum. í sumum löndum, til dæmis Venezúela, er helmingur háskóla- stúdenta kvenkyns - og það er greindari helmingurinn, þó fá karlmennirnir öll bestu störfin þegar námi lýkur. Gæfa mín var að vera ekki dóttir fátæks bónda í einhverju fjallaþorpinu heldur af menntaðri millistéttarfjölskyldu í hjarta Santiago, stoltrar borgar sem skipar sér á bekk með menningarlegustu borgum Evrópu. Konur af minni kynslóð og minni stétt fengu fleiri tækifæri en aðrar konur, en þó varð ég að berjast. Ég var eðlilegur krakki, að mörgu leyti skýr, þó ég segi sjálf frá. Ég las mikið, var góður nemandi, þótti gaman að skrifa, naut þess að fara í leikhús og á málverkasýningar. Samt datt engum í hug að þetta væri eitthvað merkilegt, hvorki fjölskyldu minni né kennurum. Ég var látin læra svo að ég yrði ekki bagalega fáfróð (það hefði verið svo pínlegt í sam- kvæmum) en enginn ýtti undir listrænan áhuga minn vegna þess að það hefði verið alger tímaeyðsla. Ég var ung kona, mér var áskapað að eignast 475
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.