Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 100
Tímarit Máls og menningar
þess megnugur að sópa í sig kornknippunum, líkt og matarinn í gini
kornskurðarvélarinnar.
Loks dimmdi. Fólkið gekk heim frá vinnu sinni. Brúðkaupið
hafði staðið yfir frá því á hádegi. Enginn tími vannst til þess að búa
sig heldur var öllum skipað að setjast strax við dúkað borðið.
Litli-Jón lenti úti við enda, sem betur fer. Hann spennti bakið
upp við vegginn og beið óvinarins. Blindaður sama hugrekki hafði
forveri hans einn stokkið í veg fyrir tvö þúsund manna flokk tyrk-
neskra hermanna.
Súpan var borin fram.
Það datt hvorki né draup af Jóni. Eldabuskan kúffyllti breiðan og
djúpan disk og rétti honum. Fitan sem flaut ofan á var gulgljáandi
og fingurþykk, svo hún myndaði ekki lengur hringlaga flekki á yfir-
borðinu heldur rann saman í eina brák.
Litli-Jón tók upp tréskeiðina sína og hóf verk sitt rólegur og
ákveðinn. Allt hristist og skalf inni í honum og hann átti fullt í fangi
með að hafa stjórn á græðginni.
A tíundu skeið varð hann fyrir ægilegu áfalli.
Hann var orðinn saddur.
Andlit hans fölnaði upp. Honum varð skyndilega ljóst hversu
gríðarlegt verk var hér að vinna. Hann fann óþyrmilega fyrir smæð
sinni og sú hugsun þaut sem vindsveipur um huga hans að kannski
hefði hann ætlað sér of mikið.
Hann hnykklaði brýnnar; lóðréttar hrukkur mynduðust á lágu
enninu, hann beit á jaxlinn og hellti sér aftur út í baráttuna.
Vélrænt, líkt og þegar hann hjó öxin á báða bóga lyfti hann skeið-
inni jafnt og þétt að munni sér þar til engu leifði á diskinum.
Allt í einu fann hann til svima og hryllilegrar ógleði. Maturinn var
allt of feitur. Hann var ekki vanur öðru en mögru og næringar-
snauðu fæði heima hjá sér.
Draflakossar fylgdu á eftir. Bragðgóðir, sýrðir, stökkir og vel feit-
ir. Ekki voru þeir heldur skornir við nögl.
Og Litli-Jón tók um brotið skaftið á gulum beingaflinum og rað-
aði í sig eins og áður, rólega og yfirvegað. Ekki fann hann neitt
bragð af matnum. Aftur fannst honum hann tútna út að innan -
hann langaði mest til að fara og fá sér ferskt loft. Eða bölva lengi og
hressilega. Hann leit sárþjáður öfundaraugum á þjóðina í kring. All-
490