Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 102
Gunnsteinn Ólafsson
Um Zsigmond Móricz og ung-
verskar bókmenntir á íslensku
Um aldamótin síðustu voru andstæðurnar í menningarheimi Ungverja afar
skarpar. I höfuðborginni Búdapest blómstraði skemmtanalífið á veitinga-
húsum og í leikhúsum þar sem kabarettar og óperettur nutu mikilla vin-
sælda. I sveitum landsins var annað uppi á teningnum. Stór hluti þjóðar-
innar svalt heilu hungri, atvinnuleysi var óskaplegt, bændur fengu ekkert
land til ræktunar og menningin var mjög fábreytt og gjörólík því sem gerð-
ist í höfuðstaðnum. Hún þótti frumstæð og ómerkileg svo ekkert virtist
fyrir henni liggja nema að deyja drottni sínum.
Ungt ljóðskáld, Endre Ady (1877-1919) var þó allt annars sinnis. Hann
gaf út bókina Ný Ijóð (Uj versek) árið 1906, þar sem hann hvatti þjóðina til
þess að rísa upp úr eymd sinni þótt hún væri öll flakandi í sárum. Hann
réðst hatrammlega gegn gervimennsku lífsins í höfuðstaðnum, bar hins
vegar lof á sveitamenninguna og sagði hana fela í sér framtíð þjóðarinnar.
Hugrekki Ady hafði ótrúleg áhrif. Allt í einu voru skáld og listamenn
reiðubúnir til þess að horfast í augu við eymd þjóðar sinnar. Þeir fóru út
um sveitir og kynntu sér menninguna þar, stóðu augliti til auglitis við von-
leysið sem þjakaði þorra landsmanna og ákváðu að helga sig baráttunni
fyrir uppreisn þessa fólks.
Fáum rithöfundum ungverskum tókst betur að lýsa lífi þjóðarinnar en
Zsigmond Móricz. Faðir hans var skarpgreindur og handlaginn bóndi en
móðir hans kom úr heldri stétt, var prestsdóttir, vel menntuð og miklum
kvenkostum búin. Þrátt fyrir sára fátækt var Móricz látinn ganga mennta-
veginn. Eftir að hafa reynt fyrir sér í guðfræði í borginni Debrecen með
litlum árangri hélt hann til höfuðborgarinnar og tók sér ýmislegt fyrir
hendur. Hann starfaði m.a. í einu ráðuneytanna (Ungverjar fóru sjálfir með
flest ráðuneyti sín á þessum tíma) en endaði sem blaðamaður. Hann
dreymdi um að verða rithöfundur, en þar sem útgefendur voru alltaf að
hugsa um að gefa út bækur fyrir einhvern tilbúinn menningarheim
borgarastéttarinnar skildi hann ekki hlutverk sitt sem rithöfundar og gat
ekkert skrifað. Hann sá um barnaefni á blaðinu og fékkst aðallega við að
semja dýrasögur og kennsluefni fyrir barnaskóla.
492