Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 105
Um Zsigmond Móricz gnístran tanna; csudák-csudája: undur og stórmerki; izegtek-mozogtak: hreyfðu sig til og frá, voru á ferð og flugi. Einhver kann að undrast nafngiftina á Litla-Jóni. Hér sé lifandi komin sú árátta að þýða allt á íslensku og „ofþýða“ verkið. Þýðandi vill þó benda á sér til málsbóta, að á ungversku heitir söguhetjan Kis János og útleggst orðrétt á íslensku: Litli Jón. Kis er algengt ættarnafn eins og Nagy sem þýðir „stóri“. (Þeir eiga líka sína hefð í nafngiftum: ættarnafnið er alltaf á undan skírnarnafninu. Hér er þó alltaf miðað við vestrænar hefðir og skírnarnafnið haft á undan.) Þýðanda þótti tvöfeldni nafngiftarinnar á Jóni augljós og þótti miður ef hún færist fyrir í þýðingunni. Nafn landeigandans er heldur ekki valið af handahófi. I frumtextanum heitir hann Sarudy Pál. Sarud er staðarnafn og Sarudi er sá sem er frá Sarud. Ef það er aftur skrifað með ufsiloni fer ekki á milli mála að um aðalsmann er að ræða. Loks mætti minnast á kræsingarnar sem Litli-Jón leggur sér til munns í brúðkaupinu góða og verða honum að aldurtila. Þetta er sannkallaður veislumatur, þjóðlegur og kraftmikill. Kjúklingasúpan sem hann fær fyrst er ekki bara íeit og þykk, heldur hefur verið bætt út í hana litlum, snigil- laga kökubitum til þess að gera hana enn girnilegri. Draflakossar er heima- tilbúið orð yfir „túros csusza“, en það eru kökur gerðar úr kotasælu. Kota- sæla er ákaflega vinsælt hráefni í ungverskri matargerð. Þeir fylla m.a.s. pönnukökurnar að innan með henni og þykir það hreinasta lostæti. Kálbögglar er þýðing á „töltött káposzta“ sem þýðir í raun „fylltur kál- vindill“. Kálblaði er vafið utan um kjötbollu og hneppt saman með tann- stöngli. Kjötbitinn sem stóð í Jóni fylgir alla jafna ekki með réttinum á veitingastöðum svo þeim sem leið eiga til Ungverjalands ætti að vera óhætt að biðja um „töltött káposzta" vilji þeir bragða á þjóðlegum mat. Hins vegar sýnir ábótin ljóslega veldið á Páli, því kjöt var á þessum tíma afar sjaldan á borðum hjá almenningi - kannski ekki nema á jólum. Þeim sem hefðu áhuga á að kynna sér ungverskar bókmenntir skal bent á bókaútgáfurnar „Corvina“ og „Akademia" í Búdapest, en þær hafa gefið út ungversk skáldverk og vísindarit á öðrum tungumálum. Abendingar um framburð í ungversku: a: mitt á milli a og o ny: nj á: a s: sch sbr. þýsku c: ts sz: s é: i zs: raddað s gy: gj Móricz: Mórits ly: lj 495
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.