Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 106
Umsagnir um bækur
„EINKENNILEGT HVAÐ ALLT
GERIST AFTUR“
Vigdís Grímsdóttir: Kaldaljós.
Svart á hvítu 1987.
Arið 1987 var góð skáldsagnauppskera
hér á landi og sjaldgæft að fá í hendur
jafnólík verk og Gunnlaðarsögu Svövu
Jakobsdóttur, Gangandi íkorna Gyrðis
Elíassonar, Hringsól Alfrúnar Gunn-
laugsdóttur og Stálnótt Sjóns. Einna af-
dráttarlausast lof gagnrýnenda fékk
skáldsagan Kaldaljós eftir Vigdísi
Grímsdóttur (Svart á hvítu), metnaðar-
fullt verk eftir unga konu sem áður
hafði sent frá sér tvö smásagnasöfn, Tíu
myndir úr lífi þínu (1983) og Eld og
regn (1985, sjá ritdóm í TMM 4 1986).
Séð í ljósi skáldsögunnar eru smá-
sagnasöfnin æfingar, einkum það
seinna; tilraunir með efni og stíl sem
höfundur vinnur úr í Kaldaljósi. Bestu
smásögurnar í fyrri bókinni eru um
börn eins og fyrri hluti Kaldaljóss, víða
eru vangaveltur um uppsprettu listar-
innar, samspil hennar og minninga eða
ástar; ein saga í seinni bókinni fjallar
um karl og konu sem bæði eru málarar
eins og söguhetjur í seinni hluta Kalda-
ljóss. Og síðasta atriðið í Eldi og regni
er greinilega tilhlaup að meginefni
skáldsögunnar. Þar er listamaðurinn
fiðluleikari. Samanburður milli smásög-
unnar og lokakaflans í fyrri hluta
Kaldaljóss sýnir vel hvað Vigdís er
komin langt fram úr sjálfri sér á tveim
árum. Þó að skáldsagan sé stundum
orðmörg og taki ekki alltaf mark á leið-
arstefi sínu: Orð trufla, þá er tilgerðin
horfin sem dró allt of oft úr áhrifum
sagnanna í Eldi og regni.
Nornaseiður
I aðfararorðum Tíu mynda úr lífi þínu
leikur Vigdís sér að sambandi höfundar
og lesanda og ímyndar sér á einum stað
að þau séu stödd í ævintýri: „Sjáðu
nornina, hún kemur fljúgandi á prikinu
og við erum of sein að breyta okkur í
steina til að hún sjái okkur ekki.“ En
þau hlaupa burt í ofboði og komast
undan norninni. I upphafi Kaldaljóss
sér Grímur Hermundsson norn fljúga
framhjá glugganum sínum, en það gerir
gæfumuninn að hann hleypur ekki burt
heldur festir nornina á blað, teiknar af
henni tvær myndir, setur aðra í safnið
sitt en gefur fyrirmyndinni hina. Þar
með hefst ævintýrið hans.
Nornin heitir Alfrún, kona af óljós-
um uppruna að ekki sé meira sagt og
með vafasama fortíð en hún verður
Grími litla betri en engin. Hún hvetur
hann til að nota gáfuna sem honum var
gefin, hún varðveitir listaverkin svo þau
glatast ekki, og þegar hann hefur leyst
hana úr álögum, kennt konu dimmunn-
ar að sjá ljósið aftur, þá fer hún burt úr
þorpinu og bjargar lífi hans óbeint með
því. Hún skilur líka eftir torrætt bréf
þar sem hún lofar honum framtíð og
segist verða hjá honum hvert sem hann
496