Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 106
Umsagnir um bækur „EINKENNILEGT HVAÐ ALLT GERIST AFTUR“ Vigdís Grímsdóttir: Kaldaljós. Svart á hvítu 1987. Arið 1987 var góð skáldsagnauppskera hér á landi og sjaldgæft að fá í hendur jafnólík verk og Gunnlaðarsögu Svövu Jakobsdóttur, Gangandi íkorna Gyrðis Elíassonar, Hringsól Alfrúnar Gunn- laugsdóttur og Stálnótt Sjóns. Einna af- dráttarlausast lof gagnrýnenda fékk skáldsagan Kaldaljós eftir Vigdísi Grímsdóttur (Svart á hvítu), metnaðar- fullt verk eftir unga konu sem áður hafði sent frá sér tvö smásagnasöfn, Tíu myndir úr lífi þínu (1983) og Eld og regn (1985, sjá ritdóm í TMM 4 1986). Séð í ljósi skáldsögunnar eru smá- sagnasöfnin æfingar, einkum það seinna; tilraunir með efni og stíl sem höfundur vinnur úr í Kaldaljósi. Bestu smásögurnar í fyrri bókinni eru um börn eins og fyrri hluti Kaldaljóss, víða eru vangaveltur um uppsprettu listar- innar, samspil hennar og minninga eða ástar; ein saga í seinni bókinni fjallar um karl og konu sem bæði eru málarar eins og söguhetjur í seinni hluta Kalda- ljóss. Og síðasta atriðið í Eldi og regni er greinilega tilhlaup að meginefni skáldsögunnar. Þar er listamaðurinn fiðluleikari. Samanburður milli smásög- unnar og lokakaflans í fyrri hluta Kaldaljóss sýnir vel hvað Vigdís er komin langt fram úr sjálfri sér á tveim árum. Þó að skáldsagan sé stundum orðmörg og taki ekki alltaf mark á leið- arstefi sínu: Orð trufla, þá er tilgerðin horfin sem dró allt of oft úr áhrifum sagnanna í Eldi og regni. Nornaseiður I aðfararorðum Tíu mynda úr lífi þínu leikur Vigdís sér að sambandi höfundar og lesanda og ímyndar sér á einum stað að þau séu stödd í ævintýri: „Sjáðu nornina, hún kemur fljúgandi á prikinu og við erum of sein að breyta okkur í steina til að hún sjái okkur ekki.“ En þau hlaupa burt í ofboði og komast undan norninni. I upphafi Kaldaljóss sér Grímur Hermundsson norn fljúga framhjá glugganum sínum, en það gerir gæfumuninn að hann hleypur ekki burt heldur festir nornina á blað, teiknar af henni tvær myndir, setur aðra í safnið sitt en gefur fyrirmyndinni hina. Þar með hefst ævintýrið hans. Nornin heitir Alfrún, kona af óljós- um uppruna að ekki sé meira sagt og með vafasama fortíð en hún verður Grími litla betri en engin. Hún hvetur hann til að nota gáfuna sem honum var gefin, hún varðveitir listaverkin svo þau glatast ekki, og þegar hann hefur leyst hana úr álögum, kennt konu dimmunn- ar að sjá ljósið aftur, þá fer hún burt úr þorpinu og bjargar lífi hans óbeint með því. Hún skilur líka eftir torrætt bréf þar sem hún lofar honum framtíð og segist verða hjá honum hvert sem hann 496
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.