Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 113

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 113
afrekum og landvinningum. Sögukona Hringsóls skýtur sér lengst af undan upprifjuninni, en minningarnar knýja á. „Maður þurrkar ekki burt minningar með klút, búa um sig í manni líkt og hrúðurkarlar.“(13) Ein minning vekur upp aðra sem vekur upp enn aðra og þannig koll af kolli, stundum án sjáan- legs samhengis í fyrstu. Það er lífsnauð- syn að rifja upp, reyna að púsla saman þó það sé sárt. Og það er ástæða fyrir þessari viðleitni sögukonu til að koma einhverri mynd á brotin. Hún er orðin gömul og langþreytt á lífinu, kemur engum við lengur, og hefur ákveðið að enda ferð sína. Hún ætlar að enda hana þar sem hún byrjaði, hjá fjallinu heima: Ég veit að stundin er komin: ætla að ná fundi konu sem býr í þokunni. Eins og fjall bernskunnar. Astæðulaust fyrir mig að sitja lengur og bíða.(9) Og hún bíður ekki, heldur leggur upp í lokaferð sína, í leigubíl, og farangurinn er einungis göngustafur hennar og upp- rúllað ullarteppi. Og í vasanum pening- ur. Þessi nútímalega ferð (í leigubíl) öðlast goðsögulegt gildi í frásögninni. Leigubílstjórinn er í hlutverki Karons og býðst til að hjálpa gömlu konunni áleiðis, og fyrir ómakið fær hann að sjálfsögðu greiddan ferjutollinn: Runnið upp fyrir mér hver hann var þessi gamli maður. Hann myndi flytja mig . . . Þessi peningur verður að nægja fyrir farinu.(120) Slíkar táknrænar vísanir má víða sjá í texta Álfrúnar, oftast er um tákn fyrir líf (ormur, fljúgandi dreki) og dauða (skuggi á leirljósum hesti) að ræða, sem stundum renna þó saman í eitt (fjall bernskunnar). Auk eigin minninga rekur sögukona Umsagnir um bakur minningar Daníels, eiginmanns síns. Þegar þau giftust gerðu þau samkomu- lag með sér: . . . að byrja nýtt líf frá rótum alveg og urðu þess vegna að gleyma því sem var liðið, draga yfir það strik, og Bogga hafði lofað að spyrja ekki um árin sem Daníel var í burtu; hann ætlaði ekki að spyrja um barn sem dó né hvern eða hverja Bogga hefði elskað. (190) En þau eiga erfitt með að halda sam- komulagið. Sérstaklega eftir að Daníel er orðinn gamall og veikur og situr í hornstólnum við gluggann. Þá sækja minningarnar að honum og hann þusar endalaust yfir Boggu, segir frá sömu at- vikunum aftur og aftur og ein frásögnin stangast á við aðra. Svo deyr Daníel, en knýr dyra eitt dimmt óveðurkvöld, aft- urgenginn, og sest í gamla sætið sitt. Getur hann ekki séð Boggu í friði dauð- ur, fremur en þegar hann lifði? Eða er hann kannski bara að villast? Leitar hann dóttur sinnar - eða gamallar myndar? Eða leiddist honum kannski bara í gröfinni eins og Sál í Aubnuleys- ingja og Tötrughypju hennar Málfríðar; vantaði félagsskap? Eða langar hann að ríða húsum eins og títt er um íslenska drauga? Bogga er síður en svo ánægð með endurkomuna en getur lítið gert, gefst upp fyrir honum eins og svo oft áður, ber honum kaffi - og áfram halda þau að rifja upp, kýta, takast á í illsku. Þegar minningabrotum sögukonu hefur verið púslað saman kemur í ljós æviferill sem á yfirborðinu er fremur tilþrifalítill. Hún er fædd í litlu sjávar- þorpi úti á landi, missir móður sína ung og elst upp hjá föður sínum og ráðs- konu hans, Þórunni, yngri systur sinni, Brynju og stráknum Jónsa, syni Þór- 503
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.