Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 125

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 125
Grikkja og sagt svolítið frá hugmynd- um þeirra. Virðist mér margt af þessu efni hálfgerður útúrdúr því sumir þeirra spekinga sem rætt er um lögðu lítið af mörkum til þróunar stjörnufræðinnar. En þessir útúrdúrar eru, líkt og aðrir útúrdúrar í bókinni, alveg óleiðinlegir. I fjórða kafla segir meðal annars frá þeim stjörnufræðikenningum Forngrikkja sem áttu eftir að verða hvað langlífastar, nefnilega kenningum Aristótelesar (384- 322 f. Kr.), Evdoxusar (um 365 f. Kr.) og Ptólemaíosar (um 150 e. Kr.). En stjörnufræði Ptólemaíosar var viðtekin meðal evrópskra vísindamanna um daga Kópernikusar (1473-1543) og raunar fram eftir sautjándu öld. Annar, þriðji og fjórði kafli fjalla eig- inlega um baksvið sólmiðjukenningar- innar, það er að segja þróun þeirra kenninga sem hún tók við af. Fimmti kafli fjallar líka um baksviðið. I honum er sögð saga stjörnufræði frá upphafi miðalda og fram á fimmtándu öld. Þetta þykir mér lakasti kaflinn í bókinni. Hann hefst á frásögn um viðhorf kirkj- unnar til vísinda og mennta og hvernig þau breyttust þegar hinum myrku mið- öldum lauk og hámiðaldir gengu í garð. Síðan segir frá því hvernig Arabar varð- veittu og ávöxtuðu arfinn frá Grikkjum. En það er sama og ekkert sagt um þró- un stjörnufræði í Evrópu á miðöldum. Vegna þess hve miðaldirnar fá lítið rúm í Heimsmynd d hverfanda hveli fær lesandinn þá hugmynd að á miðöld- um hafi allir, nema örfáir menn sem voru af einhverjum ástæðum „á undan sinni samtíð", trúað kenningum Arist- ótelesar í blindni. Hitt er nær sanni að heimsmynd evrópskra menntamanna breyttist mikið á þrettándu, fjórtándu og fimmtándu öld og stjörnufræðingar og vísindamenn nýaldar voru ekki Umsagnir um bcekur fyrstir til þess að andæfa kenningum Aristótelesar. Kenningar hans mættu verulegum mótbyr þegar Tómas frá Akvínó reyndi að koma þeim að á þrettándu öld og á öldunum eftir hófust öflug andmæli gegn þeim. Meðal annars deildu fylgismenn Ptólemaíosar á kenn- ingar Aristótelesar um stjörnufræði. Lauk þeim deilum svo að stjörnufræði Ptólemaíosar varð ofan á. Seinni hluti fimmta kafla segir frá nokkrum þeirra miðaldamanna sem voru „á undan sinni samtíð“. Þeir sem fjallað er um eru sjöttu aldar spekingur- inn Fílópónos, Vilhjálmur frá Ockham (um 1285-1349), Jean Byridan (um 1295-1356) og Nicholas Dresme (um 1325-1382). Eftir að sagt hefur verið frá þessum mönnum og nokkrum hug- myndum þeirra sem svipar til kenninga í vísindum síðari alda þá er lokið allri umfjöllun um miðaldirnar. Eg klaga svolítið yfir því hversu lítil grein er gerð fyrir þróun heimsmyndar- innar á miðöldum. Höfundur á þó þá afsökun að þessi þróun fólst einkum í því að Evrópumenn meðtóku forn fræði. Það er lítið um nýsmíði í stjörnufræðum miðaldanna. Skólaspek- ingarnir voru uppteknari af að aðlaga forngrísk fræði kenningum Biblíunnar en að setja saman nýjar vísindakenning- ar. En ýmisleg nýsköpun átti sér þó stað á miðöldum og á endurreisnartím- anum sem skiptir máli fyrir þróun stjörnufræðinnar en er að litlu getið í þessari bók. Hér á ég einkum við nýj- ungar í verklegum efnum: glerslípun, klukkusmíð, málmbræðslu, málmsmíði og fleiru þess háttar. Handverksmenn miðalda, sem þróuðu alla þessa nýju tækni, höfðu hreint ekki lítil áhrif á þróun vísindanna á nýöld. En það sem einkennir vísindi nýaldar og greinir þau 515
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.