Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 132

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 132
Tímarit Máls og menningar starfsliðið ganga á eftir Lundagárd, raðað upp eftir virðingarröð. Fyrst- ur fór Hákan [eigandinn] ásamt konu sinni, síðan komu börnin og þar á eftir prentararnir með lærling- ana í eftirdragi. Kapítalísk framleiðsla einkennist hins vegar af eftirtöldum þáttum:5 1. Meirihluti vöruframleiðslunnar er framleiddur fyrir markað þar sem vörur eru seldar og keyptar hindranalaust. Við kjöraðstæður rík- ir frjáls samkeppni á vörumarkaðn- um. 2. Kapítalisminn einkennist einnig af því að framleiðslutækin eru í eigu og undir yfirráðum tiltekins hóps manna, á sama tíma og aðrir hópar hafa ekki umráðarétt yfir fram- leiðslutækjum. Til að framfleyta sér verða þeir síðarnefndu af þeim sök- um að selja vinnuafl sitt til auð- magnseigenda. I þóknun fær verka- maðurinn laun. Vinnuaflið verður með þessu móti einnig að vöru á markaði, þar sem auðmagnseigand- inn og verkamaðurinn birtast sem kaupandi og seljandi „vörunnar" vinnu. 3. Efnahagslífið og markaðsöflin hafa mikið sjálfstæði í þjóðfélaginu sam- anborið við fyrri samfélagsform. Þau drottna jafnvel yfir öðrum samfé- lagsþáttum. 4. Markmið kapítalískrar framleiðslu er upphleðsla auðmagns. I stórum dráttum má segja að hand- verkið dragi einkenni sitt af því að það sameinar tilfinningalega dýpt, hugsun, hefð og skuldbindingu, þ.e. þau ein- kenni sem okkur er tamt að tengja við fjölskylduna með samkennd og frænd- semi í öndvegi. Iðjan er rökrétt and- stæða þessara einkenna, - hún byggir á nytsemi, á hámörkun veraldlegrar fram- leiðslu og einkennist þar að auki af átökum og samkeppni.6 Þar eð Sumarliði gerir ekki grein fyrir höfuðeinkennum handverksins og iðj- unnar - ekki síst því sem á milli ber - er honum ókleift að skýra frá áhrifum þessara framleiðsluforma á framleiðslu, verkaskiptingu og afkomu iðnaðar- manna. Fyrir vikið fer þýðingarmikill fróðleikur forgörðum. Tímamörk bókarinnar gera að ekki er skýrt frá þeim breytingum sem hvað mestar eru um þessar mundir, þ.e. um- skiptin úr iðju yfir í sjálfvirkni. Með sjálfvirkni á ég við það framleiðslustig þar sem menn koma lítið sem ekkert við sögu við eftirlit og stjórnun framleiðsl- unnar. I málmiðnaði, sem öðrum starfs- greinum hefur mikið breyst undangeng- in ár með tilkomu örtölvutækninnar. Fróðlegt væri að fylgja þeirri fram- vindu, en því miður hefur Sumarliði ekki tök á að sinna þeim þætti. I fjórða lagi vil ég benda á rangskiln- ing í íslenskri fræðimennsku sem hefur orðið að goðsögn. Það er sú skýring að upphaf iðnbyltingar á Islandi megi rekja til tilkomu véla í atvinnulífi. Það er rangt. Sumarliði dettur, líkt og margur annar, í þessa óhappagryfju er hann seg- ir: „A tveimur fyrstu áratugum þessarar aldar varð mikil breyting á atvinnulífi Islendinga. Farið var að nota vélar og keyptir vélbátar og togarar. Gagnstætt því sem var víða annars staðar var að- dragandi þessarar tæknibyltingar mjög stuttur." (bls. 45). Síðar bendir Sumar- liði á að það megi skýra með breyttum þjóðfélagsháttum (sem hann skýrir ekki fyllilega) og með útlendum áhrifum, að- allega atvinnurekstri Norðmanna fyrir 522
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.