Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 132
Tímarit Máls og menningar
starfsliðið ganga á eftir Lundagárd,
raðað upp eftir virðingarröð. Fyrst-
ur fór Hákan [eigandinn] ásamt
konu sinni, síðan komu börnin og
þar á eftir prentararnir með lærling-
ana í eftirdragi.
Kapítalísk framleiðsla einkennist hins
vegar af eftirtöldum þáttum:5
1. Meirihluti vöruframleiðslunnar er
framleiddur fyrir markað þar sem
vörur eru seldar og keyptar
hindranalaust. Við kjöraðstæður rík-
ir frjáls samkeppni á vörumarkaðn-
um.
2. Kapítalisminn einkennist einnig af
því að framleiðslutækin eru í eigu og
undir yfirráðum tiltekins hóps
manna, á sama tíma og aðrir hópar
hafa ekki umráðarétt yfir fram-
leiðslutækjum. Til að framfleyta sér
verða þeir síðarnefndu af þeim sök-
um að selja vinnuafl sitt til auð-
magnseigenda. I þóknun fær verka-
maðurinn laun. Vinnuaflið verður
með þessu móti einnig að vöru á
markaði, þar sem auðmagnseigand-
inn og verkamaðurinn birtast sem
kaupandi og seljandi „vörunnar"
vinnu.
3. Efnahagslífið og markaðsöflin hafa
mikið sjálfstæði í þjóðfélaginu sam-
anborið við fyrri samfélagsform. Þau
drottna jafnvel yfir öðrum samfé-
lagsþáttum.
4. Markmið kapítalískrar framleiðslu er
upphleðsla auðmagns.
I stórum dráttum má segja að hand-
verkið dragi einkenni sitt af því að það
sameinar tilfinningalega dýpt, hugsun,
hefð og skuldbindingu, þ.e. þau ein-
kenni sem okkur er tamt að tengja við
fjölskylduna með samkennd og frænd-
semi í öndvegi. Iðjan er rökrétt and-
stæða þessara einkenna, - hún byggir á
nytsemi, á hámörkun veraldlegrar fram-
leiðslu og einkennist þar að auki af
átökum og samkeppni.6
Þar eð Sumarliði gerir ekki grein fyrir
höfuðeinkennum handverksins og iðj-
unnar - ekki síst því sem á milli ber - er
honum ókleift að skýra frá áhrifum
þessara framleiðsluforma á framleiðslu,
verkaskiptingu og afkomu iðnaðar-
manna. Fyrir vikið fer þýðingarmikill
fróðleikur forgörðum.
Tímamörk bókarinnar gera að ekki er
skýrt frá þeim breytingum sem hvað
mestar eru um þessar mundir, þ.e. um-
skiptin úr iðju yfir í sjálfvirkni. Með
sjálfvirkni á ég við það framleiðslustig
þar sem menn koma lítið sem ekkert við
sögu við eftirlit og stjórnun framleiðsl-
unnar. I málmiðnaði, sem öðrum starfs-
greinum hefur mikið breyst undangeng-
in ár með tilkomu örtölvutækninnar.
Fróðlegt væri að fylgja þeirri fram-
vindu, en því miður hefur Sumarliði
ekki tök á að sinna þeim þætti.
I fjórða lagi vil ég benda á rangskiln-
ing í íslenskri fræðimennsku sem hefur
orðið að goðsögn. Það er sú skýring að
upphaf iðnbyltingar á Islandi megi rekja
til tilkomu véla í atvinnulífi. Það er
rangt. Sumarliði dettur, líkt og margur
annar, í þessa óhappagryfju er hann seg-
ir: „A tveimur fyrstu áratugum þessarar
aldar varð mikil breyting á atvinnulífi
Islendinga. Farið var að nota vélar og
keyptir vélbátar og togarar. Gagnstætt
því sem var víða annars staðar var að-
dragandi þessarar tæknibyltingar mjög
stuttur." (bls. 45). Síðar bendir Sumar-
liði á að það megi skýra með breyttum
þjóðfélagsháttum (sem hann skýrir ekki
fyllilega) og með útlendum áhrifum, að-
allega atvinnurekstri Norðmanna fyrir
522