Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 133
Vestfjörðum og við austurströnd lands-
ins.
Sú tæknibylting sem Sumarliði skír-
skotar til er hluti af umfangsmeiri sam-
félagsbreytingum, - iðnbyltingu. Nýjar
vélar eru sýnileg einkenni margháttaðra
þjóðfélagsbreytinga sem iðnbylting
sannanlega er. Iðnbyltingu á íslandi,
sem víðar má rekja til breytinga á fram-
leiðsluhætti, sem þýðir, í víðum skiln-
ingi, gagngerar breytingar á efnahagslífi,
menningu, félagskerfi og fleiru. Fram-
leiðsla og verklag taka því aðeins stór-
stígum breytingum að á undan fari
margháttaðar umbreytingar á markmið-
um framleiðslunnar, valda- og eigna-
kerfi, félagskerfi og hugmyndum fólks.
Sagan kennir að með tilkomu véla í
atvinnugreinar séu tvær meginleiðir
færar: I fyrsta lagi að fólk vinni álíka
lengi, eða lengur en fyrr og afkasti
þannig mun meiru með hjálp vélanna
(algengt í iðnvæddum löndum), eða
hins vegar að fólk vinni skemmri tíma,
en uppskeri álíka og fyrir innleiðingu
vélanna (velþekkt fyrirbæri í hefð-
bundnum samfélögum, t.d. í þriðja
heiminum).7 Hvor leiðin verður fyrir
valinu ræðst af ríkjandi framleiðslu-
hætti. Til frekari glöggvunar bendi ég á
fróðlega grein eftir Gisla Pálsson.8 I
greininni rekur Gísli hvernig ólíkir
framleiðsluhættir móta skipulag og
stjórnun fiskveiða meðal smábátasjó-
manna í bænum Mindelo og þorpinu
San Pedro á Grænhöfðaeyjum.
I fimmta lagi vil ég koma þeirri at-
hugasemd á framfæri, að æskilegt væri
að bera íslenskar iðnir saman við iðn-
greinar í nálægum löndum. Við slíkan
samanburð kemur í ljós að Islendingar
og nálægar þjóðir eiga fleira sameigin-
legt en margan grunar. Þessari athuga-
semd er beint til ritstjóra iðnsöguritunar.
Umsagnir um bxkur
Að lokum hefði ég kosið að Sumar-
liði fjallaði betur um stéttarfélagið, Fé-
lag járniðnaðarmanna, sérstaklega áhrif
þess á vinnu og vinnutilhögun. Ahrif
verkalýðsfélaga eru töluverð í þeim efn-
um og má þar nefna kröfur um há-
markslengd vinnutíma, launakjör,
vinnuaðbúnað og stjórnun og skipulag
vinnunnar. Það sést vel á þessu dæmi að
illgerlegt er að skilja að félags- og iðn-
sögu, þ.e. ef takmarkið er að draga upp
heillega mynd af vinnubrögðum, verka-
skiptingu og tækniþróun í ákveðinni
iðngrein.
III.
Hér að framan hef ég dvalið langa stund
við þær takmarkanir sem ég hef fundið
á bókinni Eldur í afli. Það ber ekki að
skilja svo að verr sé af stað farið en
heima setið. Oðru nær. Eg þakka Sum-
arliða fyrir þarft framlag. Hann hefur
ráðist í erfitt verk, sem er að hefja ritröð
um iðnsögu á Islandi. A heildina litið
tel ég bókina eiga brýnt erindi við
margan lesanda. Hún er fróðleg og vel
unnin út frá forsendum höfundar.
Ingi Rúnar Eðvarðsson
1. lðnsaga íslands. Bls. 336-363, Rv.
1943. Guðmundur Finnbogason rit-
stjóri.
2. Jón Böðvarsson: „íhuganir um iðn-
að“. Landshagir. Landsbanki Is-
lands. Reykjavík 1986.
3. Lars Edgren: Ldrling, gesdll, mast-
are. Dialogos, Lund 1987, bls. 31.
4. Lars Olsson: En typ bland typer i
Lund. Studentlitteratur, Lund 1983,
bls. 10.
5. Lars Edgren, áður í vitnað rit, bls.
24-26.
6. Bandaríski félagsfræðingurinn
Robert A. Nisbet bendir á þetta at-
523