Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Síða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Síða 13
Þorsteinn frá Hamri Um orö Ég minnist nú vordaga á unglingsárum mínum uppi í Borgarfirði, þegar ég hóf að lesa bækur Þórbergs Þórðarsonar, að því leyti sem þær bárust mér að höndum úr fórum góðra manna þar í sveit. Eddu hans las ég fyrst ásamt ævisögu Arna prófasts Þórarinssonar, og svo kom hver af annarri næstu árin. Æ síðan hefur hann verið mér kær og sífrjór fræða- og gleðivaki. Nú þakka ég af alhug þann glaðning og gott þel sem felst í þessari veitingu, er tengist nafni hins mikla meistara, og læt fylgja fáein orð, laustengd þankabrot, um orð; eitthvað verð ég að láta það heita. Hvor á sínum tíma, með tíu alda bili, voru þeir Egill Skallagrímsson og Þórbergur Þórðarson dálítið gefnir fyrir að skrafa um sjálfa sig og skáldskap sinn, hvor í sinni auðþekktu tóntegund, auðmjúkir og stór- látir eftir því hvemig á þeim lá, og við- kvæmir í frekasta máta. Annar kveðst hafa borið út úr orðhofi sínu „mærðar timbur / máli laufgað“; hinn kemst svo að orði um kvæðið Nótt: „Rödd hins eilífa verður aldrei endurbætt í hreinskrift.“ Orðafarið er að sönnu ólíkt, en söm er tungan og söm heiðríkjan yfir: það er verið að lýsa skáld- skap, annarsvegar er ilman af jörðu, á hinn bóginn víðemi ómælisins. Viðgangur tungumálsins hlýtur afi vera nokkumveginn samstiga því sem fram fer í sjálfsvitund fólks, hugmyndum þess um sjálft sig og stöðu sína í veröldinni. Mál allra þjóða á rætur í meira og minna stað- bundnum arfi þeirra gegnum tímann, og öll tungumál taka breytingum í samræmi við breytanlega lifnaðarhætti og kringumstæð- ur. Tungan hlýtur því hverju sinni að bera ákveðið vitni staðnum sem við stöndum á, stundinni sem við lifum og því hvert mat við leggjum á sjálf okkur, í þeirri stöðu, á þeim tíma. Að því leyti segir hún að öllum jafnaði satt í vissum skilningi, hvemig sem veltist. Um tungumálið verður naumast rætt án tengsla við aðra menningarþætti, svo og það hvaða hugðarefnum því hlotnast að þjóna. Það dregur ætíð dám af því sem fólkið er að hugsa og gera. Þeir sem vel vilja mega ekki gera sig svo breiða í málfars- legum umvöndunartilburðum að fólk þori naumast að ræðast við í einlægni eins og manneskjur, af ótímabærum ótta við að láta út úr sér vitleysu. Óaðfinnanleg orðanna hljóðan getur nefnilega verið svo steindauð að enginn nemi þar erindi, merkingu eða mannlegar tilfinningar. Mestu skiptir að til mótvægis aðsteðjandi sviptingum varðveiti tungumálið minnið TMM 1991:2 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.