Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 17
Þórbergur Þórðarson Kaflar úr sjálfsævisögu Bókin Þó að ég væri hættur að stúdera hin guðspekilegu fræði, þá hafði ég samt engan veginn misst trú á kenningar guðspekinnar. Ég var vantrúaðri á ýms minni háttar atriði og bar minna traust til ýmsra meiriháttar guðspekinga. En meginatriðin: Sveiflukenn- ing efnanna, endurholdgunarkenningin og að nokkru leyti karmakenningin hafa staðið óhaggaðar fyrir skynsemi minni fram á þennan dag, einfaldlega vegna þess, að ég hefi ekki þekkt neina aðra heimsskoðun eins skynsamlega. Að ég hætti að lesa guðspeki hafði ekki meiri áhrif á guðspekiskoðanir mínar en það hafði áhrif á skoðanir mínar á Grimmslögmálinu að ég hætti að sýsla við íslenska málfræði, þegar guðspekin kom til sögunnar. Ég hélt áfram að sækja guðspekifundi og vorið 1922 var ég kosinn fulltrúi á þing guðspekinga á Akureyri. Ég hafði í raun og veru ógeð á þessu fulltrúastarfi mínu. Mér fannst eitthvað væmið við [það], eitthvað sentimentalt. Ég gerði mér því far um að hegða mér sem óguðspekilegast ég gat á Akureyri, enda hafði ég engan minnsta áhuga á þingstörfunum. Ég var þá kominn að þeirri niðurstöðu, að guðspekin væri eins þýðingarlaus fyrir andlegan þroska einstaklingsins og trúarbrögðin eða siðakerfi mannanna. Það var eitthvað nýtt byrjað að brjótast um í mér. Ég var eins og milli vita. Ég las einkum pólitísk rit og skáldsögur. Þó flutti ég fyrirlestur á Akureyri um endurholdgunarkenn- inguna. Það var útdráttur úr bók, sem ég hafði samið um þetta efni tveimur árum áður. Á Akureyri kynntist ég aldraðri konu. Hún var mikill guðspekingur. En mér fannst hún öðruvísi en flestir aðrir guðspekingar. Sennilega hefur hún tekið guðspekina alvarlega. En á mig verkaði hún æfinlega skringi- TMM 1991:2 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.