Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 17
Þórbergur Þórðarson
Kaflar úr sjálfsævisögu
Bókin
Þó að ég væri hættur að stúdera hin guðspekilegu fræði, þá hafði
ég samt engan veginn misst trú á kenningar guðspekinnar. Ég
var vantrúaðri á ýms minni háttar atriði og bar minna traust til
ýmsra meiriháttar guðspekinga. En meginatriðin: Sveiflukenn-
ing efnanna, endurholdgunarkenningin og að nokkru leyti
karmakenningin hafa staðið óhaggaðar fyrir skynsemi minni
fram á þennan dag, einfaldlega vegna þess, að ég hefi ekki þekkt
neina aðra heimsskoðun eins skynsamlega. Að ég hætti að lesa
guðspeki hafði ekki meiri áhrif á guðspekiskoðanir mínar en það
hafði áhrif á skoðanir mínar á Grimmslögmálinu að ég hætti að
sýsla við íslenska málfræði, þegar guðspekin kom til sögunnar.
Ég hélt áfram að sækja guðspekifundi og vorið 1922 var ég
kosinn fulltrúi á þing guðspekinga á Akureyri. Ég hafði í raun
og veru ógeð á þessu fulltrúastarfi mínu. Mér fannst eitthvað
væmið við [það], eitthvað sentimentalt. Ég gerði mér því far um að hegða
mér sem óguðspekilegast ég gat á Akureyri, enda hafði ég engan minnsta
áhuga á þingstörfunum. Ég var þá kominn að þeirri niðurstöðu, að
guðspekin væri eins þýðingarlaus fyrir andlegan þroska einstaklingsins
og trúarbrögðin eða siðakerfi mannanna. Það var eitthvað nýtt byrjað að
brjótast um í mér. Ég var eins og milli vita. Ég las einkum pólitísk rit og
skáldsögur. Þó flutti ég fyrirlestur á Akureyri um endurholdgunarkenn-
inguna. Það var útdráttur úr bók, sem ég hafði samið um þetta efni
tveimur árum áður.
Á Akureyri kynntist ég aldraðri konu. Hún var mikill guðspekingur.
En mér fannst hún öðruvísi en flestir aðrir guðspekingar. Sennilega hefur
hún tekið guðspekina alvarlega. En á mig verkaði hún æfinlega skringi-
TMM 1991:2
15