Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Side 18
lega, einna líkast því, sem hún tæki ekkert alvarlega. Ég kom oft heim til hennarmeð öðrum fulltrúum þingsins, drakk hjá henni kaffi og ræddi við hana. Hún var mjög viðkunnanleg fyrir minn smekk. Og mín eina skemmtun þama norður undir Ishafi var að ganga fram af henni með öfgafullu orðbragði. Hún reiddist mér aldrei. Hún hló. Og þó mun ég oft hafa hneykslað hana. Þá var ég orðinn róttækur sósíalisti, en hún var íhaldsmanneskja. Og oft reyndi ég að sýna henni fram á með gasalegu orðbragði, hve ósamboðið það væri guðspekingum að fylgja að málum eigingimi, kúgun og ránum kapitalismans. Hún hló. Við urðum góðir kunningjar. Þessi kona hét Lára Ólafsdóttir. Svo leið eitt ár og fjórir mánuðir. Þá var það einn dag í nóvem- bermánuði 1923 að ég gekk vestur Austurstræti í Reykjavík. Þá mætti ég á vegamótum Austurstrætis og Aðalstrætis Sigríði Bjömsdóttur kaup- manni. Hún var einn af fulltrúunum á þinginu 1922, og svo hafði hún aftur verið á Akureyri í sumar. Hún vék sér að mér og sagðist eiga að bera mér kæra kveðju frá Láru Ólafsdóttur. Hana langaði að fá línur frá mér. „Þér ættuð að skrifa henni.“ „Það er rétt ég skrifi henni nokkrar línur,“ svaraði ég. „Þakk fyrir.“ Svo skildum við. Kl. níu um kvöldið settist ég flötum beinum í rúmi mínu og byrjaði að skrifa henni bréfið. Bréfið smálengdist og fékk að innihaldi fleiri og fleiri skemmtilega kafla. Stundum snerti ég ekki á því nokkra daga og var að hugsa um að hætta við það. En svo byrjaði ég aftur, og þannig leið tíminn í sífelldum vomum fram að nýári. Þá var bréfið orðið á stærð við dálitla bók og mér fór að detta í hug að senda henni það sem prentað rit. Ég bar þessa hugmynd undir kunningja mína og las fyrir þeim ýmsa kafla úr bréfinu. Þeir hvöttu mig til að gefa það út. í janúarmánuði afréð ég að halda því áfram þar til það væri orðin dálítið stór bók. Mér datt fyrst í hug að kalla það Bréf til Láru Ólafsdóttur, en einn dag, þegar við Vilmundur Jónsson gengum upp Bankastræti, bar ég undir hann titilinn. Hann sagði að ég skyldi heldur kalla það aðeins Bréf til Láru. Ég sá strax að það var betri titill. I ágúst var samningu bókarinnar lokið. í desember kom út fyrri útgáfan, 300 tölusett eintök, sem seldust upp á vikutíma, þó að bókin kostaði 15 krónur. I febrúar kom út önnur útgáfa, 1700 eintök, sem rann út. Ég gaf sjálfur bókina út og sá um alla útsendingu á henni. Og hreinn gróði af henni varð um 8000 krónur. Bréf til Láru hefur kannski haft meiri áhrif en nokkur önnur bók, sem rituð hefur verið á íslenska tungu. Hún var algerð nýjung að formi, stíl og hugmyndum. Hún verkaði á fólkið eins og sprenging, sem molaði niður ýmsar villukenningar og úreltar hugmyndir. Fyrir þá, sem þessi sprenging var lausn, var hún gleðiboðskapur, en [fyrir alla], sem fundu 16 TMM 1991:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.