Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 20

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 20
efnið, tók ég mig aftur til og hreinskrifaði það enn þá einu sinni, áður en ég skildi við það. Ég vildi hafa allt þannig, að ég gæti ekki gert það betur. Og þó sá ég ótal galla á þessu, þegar það var komið á prent. í próförkum umtumaði ég oft heilum síðum og varð illa þokkaður hjá öllum prent- urum. En ég gat ekki á mér setið, þegar ég hafði á annað borð uppgötvað eitthvað, sem betur mátti fara og betur átti að fara. En ég skrifaði þó aldrei stíl eða mál stílsins vegna. Ég þaulhugsaði öll mín viðfangsefni og lagði mig mjög í líma með að velja hverri hugsun það form, sem mér sýndist henni hæfa. Bók með fullkomnum stíl eða máli en lélega hugsuð, er ófullkomin bók. Bók með lélegum stíl eða máli, en vel hugsuð, er einnig ófullkomin bók. Aðeins sú bók sem er vel hugsuð og rituð með elegant stíl og á góðu máli, er fullkomin bók. Þetta hef ég alltaf reynt að sameina. Þetta hefur verið takmark mitt í ritlistinni. En af því að stíll minn er í sjálfu sér svo einfaldur, mál mitt svo óþvingað, framsetningin svo skýr og blátt áfram og frásögnin rennur svo fyrir- stöðulaust, þá virðist kannski stundum, að stíll og mál sé á kostnað efnisins. Mitt mikla mein sem rithöfundur var það að ég leit alltaf svo á, að bækur ættu að hafa þrjá megineiginleika: Þær ættu að vera fræðandi, göfgandi og örvandi. Þessa eiginleika fann ég aðeins í fræðibókum og lestur þeirra hefur mér æfinlega þótt miklu skemmtilegri en lestur svo- nefndra fagurra bókmennta. Þess vegna stritaði ég alltaf við að gefa ritum mínum þetta uppbyggilega fomi. En af því að ég veit, að fólk sækist meira eftir hinu skáldlega formi, þá kryddaði ég ritverk mín með listrænum setningum eða köflum, oftast þvert á móti geði mínu, til þess að gera ritverkið að útgengilegri og læsilegri vöru. Ef ég hefði haft nógu stóran hóp „fræðilegra“ lesenda, hefði ég aldrei brugðið á þennan leik. Og þá hefði vantað óléttukaflann og aðra svipaða í Bréf til Láru. Hins vegar hefur rómanformið aldrei komið mér fyrir sjónir sem fræðandi, göfgandi og örvandi. Fyrir mér hefur rómaninn verið lygasaga, sem stundum getur verið gaman að lesa, en á ekkert skylt við uppbygg- ingu. Þess vegna hef ég sjaldan haft skemmtun af rómanalestri, því að lygasagan hefur sjaldan verið svo skemmtilega sögð, að ég hefði verulega gaman af að lesa hana. Og innihald þeirra er sjaldan svo vel hugsað, að það sé nokkur uppbygging að því. Ég hef aðeins lesið tvo rómana- höfunda, sem ég hef fundið í uppbyggilegan hugsuð. Það eru Dosto- jevsky og Poe. Sumir kunningjar mínir hafa lagt svo mikið upp úr því, hvemig þessi og þessi rómanahöfundur „liti á lífið“. Fyrir mér hefur það aldrei haft neitt minnsta gildi. Allt „álit“ á lífið er mér einskisvirði nema að höfundurinn hafi þekkingu á lífinu. Annars em „álit“ hans mér ekki 18 TMM 1991:2 i
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.