Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Qupperneq 26

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Qupperneq 26
lækjarbakka í undrafögrum dal bak við fjöllin. Og það voru lækir í dalnum. Og meðfram lækjunum voru fagrir bakkar. Og á bökkunum uxu sóleyjar, fíflar og hárbrúður (?), sem snúa hárið á sér upp í fagran topp, þegar döggin byrjar að falla á kvöldin. Hún hafði engin kynfæri, og ég kom til hennar náttúrulaus og hjartahreinn og vafði hana upp að mér eins og engill, sem ekki elskar aðeins vegna þess að hann er sjálfur ást. Hins vegar sljóvgaði áfengið skynsemi mína. Mér fannst að vísu ég verða gáfaðri og fá dýpri innsýn í tilveruna, þegar ég var fullur. En ég gekk úr skugga um [að] þetta var blekking. Ég gat aldei skrifað eða ort fullur. Mér datt ekkert betra í hug en venjulega, en þar á móti var dómgreindin óvissari. Ég gat aldrei treyst vitsmunum mínum, þegar ég þurfti til að taka. Ég var alltaf óviss og átti erfitt með að beita hugsuninni lengi að sama efni. En ég hafði samt gaman [afj að fara á kenndirí. Og ég var oft boðinn af kunningjum mínum í drykkjurúsveislu gegn því að ég orti kvæði um aðalpersónu gildisins. Þannig orti ég mörg drykkjuveislukvæði, sem ég flutti við raust í gildunum, þegar farið var að svífa á áheyrendurna. Svo var talað saman um heimspekileg efni, um bókmenntir og kvenfólk, og samkvæmin enduðu oftast á því að allir lognuðust út af dauðadrukknir. Það var ákaflega erfitt að ná sér í áfengi eftir að aðflutningsbannslögin gengu í gildi 1. janúar 1915. Það var ömurlegt gamlárskvöld. Ég var peningalaus og gat ekki keypt mér neitt til að hressa mig á. Það voru margir fullir þetta kvöld og um götur bæjarins rann látlaus straumur af lífsglöðu fólki. Ég einn var dapur og niðurdreginn. Ég reikaði einmana úr einni götunni í aðra, ef hugsast gæti, að ég rækist á einhvem, sem gæti lánað mér fyrir einni hálfflösku. En ég hitti ekki neinn. Að lokum fór ég inn í apótekið og keypti mér þrjú glös af hoffmannsdropum, hvolfdi í mig úr glösunum hverju á fætur öðm og varð ofurlítið kenndur. Það var dálítil huggun. Því að nú var eins og öll sund lífsgleðinnar væm að lokast fyrir fullt og allt. En oftast hafði maður þó einhver ráð. Stundum tókst manni að kría sér út bragðvondar dreggjar hjá einhverjum fyrrverandi brennivínssala, stundum resept hjá lækni, stundum náðist í spólu af pólitúr hjá einhverj- um bókbindara eða snikkara, en að öðmm kosti keypti maður hoffmanns- dropa, glyserín eða kogesprit. A þessum ámm fannst manni maður verða að fara á fyllirí á vissum dögum, sérstaklega alltaf þegar eitthvað stóð til. Þetta var orðinn svo fastur vani, að hugsunin um þetta, sem til stóð vakti löngunina í áfengið, og það, sem til stóð var grátt og hversdagslegt, ef maður heilsaði því ófullur. 24 TMM 1991:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.