Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Síða 27
Þannig var sjálfsagt að fara á kenndirí á þrettándakvöld, um páska-
helgamar, síðasta vetrarkvöld, laugardag fyrir hvítasunnu, á Þorláks-
messu eða aðfangadagskvöld jóla og á gamlárskvöld. Einnig þótti
tilhlökkunin til sunnudaganna hátíðlegri, ef laugardagskvöldið varendað
með skemmtilegu kenndiríi.
Ég hafði reyndar lengi vel megna óbeit á brennsluspíritus. En um
lokin 1915 kom fyrir dálítið atvik sem sneri þessari óbeit minni í snert af
samúð. Þegar ég kom heim í herbergi mitt að áliðnum degi, var allt gólfið
löðrandi í brennsluspritti og á gólfinu stóð full þriggja pela flaska af
blönduðu kogespritti, og á borðinu lá miði með þeirri orðsendingu, að ég
ætti að eiga það sem væri í flöskunni fyrir óskundann sem gerður hefði
verið í herberginu. Ég tók flöskuna, lét drjúpa í hana nokkra rauða dropa
og setti [í] hana ofurlítið af salti, lét svo tappann í og geymdi hana í hálfan
mánuð í skápnum úti undir súðinni. Þá drakk ég innihaldið úr flöskunni
ásamt kunningja mínum, og þá var þetta orðinn sæmilegur drykkur.
Um þessar mundir bjó í norðvesturherberginu niðri í Unuhúsi jám-
smiður, sem Torfí hét. Hann var lífsglaður maður og berserkur til vinnu.
Hann hafði verið á norskri hvalveiðastöð einhversstaðar fyrir sunnan
miðjarðarlínuna og hafði samið sig að siðum norskra hvalveiðahöfð-
ingja. Torfi var sífullur, en stundaði þó vinnu sína af mikilli samvisku-
semi. Hann drakk þrjár þriggja pela flöskur af brennivíni á sólarhring,
tvær á daginn og eina á nóttinni. Eftir að áfengisbannið gekk í gildi drakk
hann spólu af kogis, blandaðan rauðum dropum. Það var skemmtun hans
á kvöldin eftir hann kom frá vinnu að spila á fiðlu og syngja undir. Til
Torfa komu oft gestir, og var þar oft glatt á hjalli, en ólæti heyrðust þar
aldrei, því að Torfi bar vel fylliríið.
Um páskahelgamar 1916 var ég svo fátækur að ég gat ekki keypt mér
neitt í staupinu. Þá varð mér á föstudaginn langa reikað upp í Unuhús.
Þegar ég kom inn í dyrnar heyrði ég glaum og glaðværð í herbergi Torfa.
Ég barði að dymm. Torfi bauð mér inn.
„Hvað er að þér, vinur?“
„Mig vantar í staupinu."
„Ég held það sé hægt að bæta úr því, lagsmaður.“
Svo hellti hann sneisafullt glas af blönduðum koges og bauð mér að
drekka. Ég greip glasið skjálfandi hendi og drakk í botn.
Eitt laugardagskvöld bar það til í tíma hjá prófessor Bimi M. Olsen,
að við tveir nemendumir komum okkur saman um, að reyna að ná okkur
í hálfflösku af einhvers konar hressingu eftir að kennslunni væri lokið.
Þetta var eftir að áfengisbannið var gengið í gildi.
Við skruppum svo til gamals brennivínssala í Hafnarstræti og báðum
TMM 1991:2
25