Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Side 32
dreymandi augum til þeirra, sem sátu á móti henni. Það var eins og hún
væri alltaf að hugsa um eitthvað, sem væri langt í burtu.
Ég sat á móti henni og spurði sjálfan mig: „Um hvað getur hún verið
að hugsa?“ Og svo rak hún upp svolítið hvískur og hélt áfram að horfa
út undan sér. Það var eins og yfri augnalokin á henni væru henni þung
byrði, og það gerði augu hennar svo dreymandi. Hún hafði dökkt hár, og
holur í staðinn fyrir hnúa á handabökunum.
Svo áræddi ég að segja við hana einn dag, þegar við sátum tvö ein
inni [í] litla herberginu, hún í sóffanum, ég á rúminu á móti henni:
„Hafið þér gaman að ljóðum?“
„Já, ég hef alltaf haft gaman að ljóðum.“
„Hvaða skáld haldið þér mest upp á?“
„Ég veit ekki.“
„Hafið þér lesið kvæði Jónasar Hallgrímssonar?“
„Einhverntíma las ég þau. En það er langt síðan. Ég er búin að gleyma
þeim.“
„Munið þér ekki eftir Ferðalokum:
Ástar[stjömu]
yfir Hraun[dranga],
skýla næturský ...?“
„Nei, ég man ekki eftir þessu kvæði.“
„Viljið þér, að ég ljái yður kvæði Jónasar?"
„Já, þakk fyrir.“
„Þér þurfið ekki að koma heim til mín eftir þeim. Eruð þér að fara
heim?“
„Já.“
„Þá ætla ég að skreppa eftir þeim, og mæta yður með þau á Vestur-
götunni.“
Hún þagði og brosti út undan sér. Nú var hún eins og Mjallhvít í
æfintýrinu.
Svo stökk ég út úr stofunni og vestur í herbergi mitt á Bræðra-
borgarstígnum og sótti kvæðabókina, bundna inn í rauðan sirting. Ég
hljóp síðan austur Vesturgötuna og mætti henni sunnanmegin á gang-
stéttinni við næsta hús vestan við Temperancehótelið. Hún var á vestur-
leið, bjó á Stýrimannastígnum. Ég man ennþá eftir steininum í gang-
stéttinni, sem við mættumst við.
„Hér er bókin, gerið þér svo vel.“
„Þakk fyrir.“
Svo kvöddumst við. Hún hélt áfram vestur götuna. Ég ætlaði í raun
og vem í sömu átt. En ég tók á mig krók suður á Geirstún til þess að verða
30
TMM 1991:2