Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 40
fáránlegir líka. Það liggur við að mann langi að spyrja: er þér nokkuð illa við svona frœðimenn — eða kannski við bók- menntafræðinga sérstaklega ? Nei, mér er alls ekki illa við þá enda bókmenntafræðingur sjálfur, að minnsta kosti að mennt. „Síðasta rannsóknaræfing- in“, það er nú bara eins og hver önnur vettvangskönnun. Rannsóknaræfingar þekkti ég frá blautu barnsbeini, því faðir minn fór alltaf á rannsóknaræfingar og það fyrsta sem ég vissi af þeim var þetta furðu- lega nafn. Svo heyrði maður gegnum tíðina um ýmislegt sem hafði gerst á þessum fund- um íslenskufræðinga. Svo var ég eitt ár í íslensku í háskólanum. Þá fór ég á rann- sóknaræfingar. Og þetta er mjög merkilegt samfélag. Svo er steypt inn í þessa smásögu ýmsum mannlýsingum héðan og þaðan úr þjóðlífinu. Þetta á ekki að vera uppgjör við fræðistörf heldur svona mynd úr umhverfi sem maður hefur fengið að kíkja inní. Finnst þér vit í umrœðu bókmenntafræð- inga hér á landi? Að sjálfsögðu er mér ekkert illa við bókmenntafræðinga eins og ég sagði áðan. En hins vegar vil ég ekki að það sé litið svo á að þeir stjómi bókmenntunum. Þeir eiga ekki að gera það og það er mjög slæmt ef þeir fara að ímynda sér að það sé þeirra hlutverk. Þeir eiga að vera eins og lítil en vel upplýst þjónustustétt sem er á þönum í kringum hinar risavöxnu bókmenntir og er þar að pússa glugga og dytta að ýmsu og gera við og átta sig á samhengi. Stundum mega þeir Ieggja til að eitt og eitt hús sé rifið eða endurbyggt, en þeir mega alls ekki teikna hús og enn þá síður skipuleggja ný hverfi. Þeir eiga alltaf að koma eftirá. Þeir verða að sætta sig við þetta hlutverk. Ég hef oft haft á tilfinningunni, ekki bara með bókmenntafræði heldur mjög margt annað, að okkar eigin hefð er einhvem veg- inn svo veikburða, svo sem í arkitektúr, listasögu, sálfræði, já nánast í hvaða grein sem er; svo kemur fólk alls staðar að úr heiminum frá námi, sem í sjálfu sér er mjög gott. En þá gerist það oft að menn fara að heimfæra einhvem andskota úr erlendri þróun upp á ísland eins og það sama þurfi endilega að hafa gerst hér. Og hafi það ekki gerst, þá bara skal það bara nokk samt hafa gerst. Og ég er ansi hræddur um að þessar umræður sem vom hér fyrir nokkmm ámm um raunsæi og fantasíu hafi verið innfluttur debatt. Það var búin til einhver gífurleg breiðfylking sósíalrealista sem höfðu átt að vera að sliga allt og buna úr sér verkum, af því að eitthvað slíkt átti að hafa gerst í Skandinavíu — og gerðist kannski — en hérna var mönnum svo mikið í mun andófið gegn þessu að það var byrjað á því hreint og beint áður en verkin voru orðin til! Oft höfðu þeir menn sem vom að skammast út í skandinavískan realisma í íslenskum bók- menntum ekki hugmynd um hvað var að gerast í skandinavískum bókmenntum. Is- lendingar ganga með þá hugmynd alveg upp til hópa að það sé ekki til neitt leið- inlegra en sænskar bókmenntir en vita reyndar ekkert um þær. Mér fannst ekki tímabært að gagnrýna þetta fólk, sem var varla einu sinni farið að gera neitt. Það var eins og menn vildu kæfa þessa höfunda í fæðingu. Svo dettur mér líka t.d. í hug þessi langa og mikla grein um Tímaþjófmn eftir Stein- unni Sigurðardóttur, sem Helga Kress skrifaði í Tímarit Máls og menningar (1988:1). Þetta var ágæt grein að því leyti að það var eins og verið væri að keyra ýmsar teoríur sem settar hafa verið fram hér 38 TMM 1991:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.