Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 60
virtist... Þannig vísar íhugun Einars hon-
um veg til baka til hins foma boðorðs:
2
Elskið óvini yðar.
Guðmundur Hagalín fjallar og um trúar-
hugmyndir Einars í tengslum við Marjas,
en Halldór Laxness nefnir Marjas og Vista-
skipti sem dæmi um sögur er sýna samúð
Einars með tökubömum.3
Sigurður Guðmundsson og Helgi Sæ-
mundsson em í hópi þeirra sem frekast
ræða um formgerð sögunnar. Sigurður telur
hana „afbragðsverk skáldlegrar listar“ og
hælir bæði máli hennar og „búningi11.4
Helgi segir í ritdómi sínum um Tuttugu
smásögur (útg. 1948) að Marjas, Vistaskipti
og Þurrkur séu „víðlesnustu og viður-
kenndustu smásögur Einars Kvaran“ og
kveður þær „löngum hafa verið taldar tákn-
rænustu smásögur hans“ en skýrirekki nán-
ar hvað hann á við með orðinu „táknrænn“.
Sjálfur telur hann allar sögurnar gallaðar,
séu „þær dæmdar samkvæmt ströngustu
kröfum um form og boðun“, og þá ekki síst
sagan Marjas og lokahluti hennar.5
Að endingu má nefna að Kristján Karls-
son fjallar einkum um niðurlag sögunnar í
formála að bókinni íslenskar smásögur, 2.
bindi og Ólafur Jónsson þá einnig í ritdómi
um sömu bók en síðar mun vikið nánar að
skrifum þeirra.6
II
Sögumaður og aðalpersóna í Marjas kallast
Nonni. Hann segir söguna löngu eftir að
atburðir hennar verða og getur atburða sem
gerast á ólíkum tíma. Frásögnin hefst með
dramatískum málshætti og útleggingu
sögumanns á honum:
Enginn veit hvað átt hefir fyrr en misst
hefir. — Og síst veit neinn hvað mannorðið
er dýrmætt fyrr en hann er orðinn „æru-
laus“. (127)7
Þessar málsgreinar, og reyndar þær næstu
sem í kjölfarið koma, vísa fram til loka-
þáttar sögunnar en í upphafi tengir sögu-
maður þær bemsku sinni og segir frá því
hvemig hann flæktist á uppvaxtarárum sín-
um inn í baráttu tveggja ungra manna um
stúlku, með þeim afleiðingum að honum
fannst hann, „... mundi vera verstur maður
á jörðunni." (143) Þessi frásögn er uppi-
staðan í sögunni en að henni lokinni stekkur
sögumaður yfir mörg ár og segir frá samtali
sem hann á við fóstru sína uppkominn,
þegar honum finnst traust hans á mönn-
unum horfið og sömuleiðis traust mann-
anna á honum.
Hvergi er sagt beinum orðum hvað sögu-
maður hefur gert af sér fullorðinn en fóstra
hans er látin minna hann á þá atburði, er
hann hefur fyrr sagt frá, með eftirfarandi
orðum:
— Ertu raunamæddari nú en þú varst þá?
spurði hún. (145)
Með slíkum hætti er sýnt að hinar tvær
„sögur“ í sögunni — sú sem sögð er fullum
fetum, bernskusagan, og hin sem aðeins er
gefin í skyn, þ.e. saga fullorðinsáranna —
eru hliðstæður. En hvaða hlutverki gegnir
„ósagða“ sagan í Marjas? Áður en við víkj-
um nánar að henni er eflaust ráð að rifja upp
bernskusöguna.
Sögumaðurinn Nonni er tökubam. Hann
er alinn upp á sveitabæ og þar gerast þeir
atburðir sem frá er sagt. Auk hans koma sex
persónur við sögu: drengur sem kennir
honum marjas, og heimilisfólkið, þ.e. fóstra
hans og fóstri, vinnukonan Manga og
vinnumennimir Grímur og Jónas — en sá
58
TMM 1991:2