Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Síða 71
Og skoðum svo hvemig Einar Már Guð-
mundsson lýsir þögninni:
Þögnin.
Hún erblindur maður með staf. Hún tek-
ur trommusóló við eldhúsvaskinn, sturtar
niður úr klósetti og gerir regndropana sem
slást utan í rúðumar að ræðumönnum sem
með ræðustóla eins og kryppur út úr bök-
unum hækka sífellt róminn.15
Einmaninn veit mætavel hvemig þögnin
magnar öll hljóð og Einar Már varpar ljósi
á þá vitneskju með myndmáli sínu. Ég hygg
að þessi dæmi styrki þá tilgátu ýmissa gáfu-
manna að skáldskapur veiti fremur innsýn
en fróðleik, auðgi skilning vom en upp-
fræði ekki. Skáldleg innsýn getur verið
fólgin í því að skoða velþekktar staðreyndir
með nýjum hætti, varpa nýju ljósi á þær.16
Til að mynda veltir aðalpersóna Guðlaugs
Arasonar í skáldsögunni Sóla, Sóla vöng-
um yfir þeirri dæmalausu staðreynd að
hann varð til vegna þess að ein tiltekin
sæðisfmma var snarari í snúningum en aðr-
ar, komst á undan í eggið. Slíkar pælingar
eru upplýsandi, hugvíkkandi, auka skilning
okkar á því að tilvera okkar er tilviljunum
háð. En þær eiga ekkert erindi í heimi vís-
inda og tæpast í „alvöru“ heimspeki; þær
sóma sér best í skáldskap.
Guðlaugur reynir að fá lesandann til að
láta sér finnast vissar staðreyndir furðu-
legar: „Er það ekki dæmalaus andskoti að
ég væri ekki ég ef ákveðin sæðisfruma
hefði ekki synt svona hratt?“ Önnur skáld
vilja fá okkur til að skynja fyrirbæri af
ýmsum toga sem fögur, skondin eða skáld-
leg. Jóhann Hjálmarsson nefnir eina af
ljóðabókum sínum Lífið er skáldlegt og vill
með henni miðla þeirri sýn að hversdags-
legir hlutir geti verið skáldlegir.
Og úr því ég er á annað borð byrjaður að
tala um ljóðlist er ekki úr vegi að líta á ljóð
eftir bögubósa nokkum sem ekki vill láta
nafns síns getið:
Borgarvargar bera tennur,
glefsa, ýlfra,
glampar í
rauðar glyrnur
er þeir renna
neonlýsta slóð.
Verða veiddir
í snörur úr ljósi.
Túlka má þetta kvæði þannig að höfundur
sé að lýsa bílum sem keyra á fullu á rúnt-
inum. Með því að líkja þeim við úlfa reynir
hann að kasta ljósi á akstursmáta rúntbíl-
anna, auðga skilning okkar á þessu fyrir-
bæri.
Innsýn, skynjun, þekking
Ýmsir andans menn myndu sjálfsagt halda
því fram að skáldleg innsýn beri ekki nafn
með réttu þvíhún sé aðeins „þekking" áþví
hverfula, skuggum sem lyftast „líkt eins og
mynd á þili“.17 Eldurinn er raunverulegur,
töfrar hans ekki, gætu þessir menn sagt. En
það hugarástand að vera heillaður af eldi er
engu minna raunverulegt fyrir þeim heill-
aða en upplifunin af rauðum lit eldsins og
snarki hans. Og svo má ekki gleyma því að
hughyggjumenn telja veröldina vef sem of-
inn er úr þeli voru. Alla vega telja margir
spakir menn að hugurinn móti skynjunina,
hún er tæpast forsendulaus. Fræg er myndin
af héra-öndinni, menn sjá sömu teikning-
una ýmist sem héra eða önd. Dæmi þetta og
önnur svipuð benda til þess að væntingar
vorar og for-dómar liti skynjunina, eins og
TMM 1991:2
69