Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Qupperneq 73

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Qupperneq 73
kennt gildi rökvísinnar. Og eins og hann, hlýt ég einnig að játast prófanleikanum. Auk þess er, eins og áður sagði, ekkert vit án vita, það er tæpast tilviljun að íslensku orðin „skynjun“ og „skynsemi“ eru ná- skyld. Reynslan og rökvísin eru því vafalítið meginstoðir þekkingarinnar, en sé (S) sjálf- skæð má ætla að þær stoðir séu fleiri. Og líklegt má telja að skáldleg innsýn sé ein þessara stoða þótt fúslega skuli viðurkennt að sönnunarbyrðin hljóti að hvíla á okkur sem því trúum. En eitt er það sem gerir þá byrði þungbærari en ella, sú staðreynd að bókmenntatextar eru að jafnaði torræðari en fræðatextar. Það vill brenna við að texti sem veitir einum innsýn segi öðrum kannski ekki neitt. En ef til vill er skáldleg torræðni upplýsandi í sjálfri sér. Hún minn- ir oss á að heimurinn syngur með mörgum röddum, hún opnar augu vor fyrir tvflýsinu í sálardjúpum vorum. Því skáldleg innsýn er sem pendúll er sveiflast milli þekkingar og blekkingar, veru og leiks, skilnings og sköpunar. Boöskapur og skáldskapur En er Bragi bundinn á klafa þess hvers- dagslega, þagnarinnar, snævarins og elds sem skíðlogar? Hefur skáldskapurinn engu æðra hlutverki að gegna en að lýsa því nærtæka, sjálfgefna, jarðbundna? Er þá ekki hætta á að hann verði lágkúrulegur og ógagnrýninn? Því má svara með því að benda á að vilji menn gagnrýna samfélagið er oftast nær betra að skrifa gagnorðan pistil með til- heyrandi upplýsingarunum en angra les- endur með rímuðum ritgjörðum. En hversu þreytandi sem áróður í skáldskap kann að vera verður því ekki á móti mælt að mörg snjöll skáldverk flytja boðskap með áhrifa- miklum hætti. Leikrit Henriks Ibsens, Villi- öndin, flytur mér þann boðskap að menn eigi ekki að skipta sér af því sem þeim kemur ekki við og að sannleikurinn er ekki alltaf sagna bestur. Forsjárhyggjumaðurinn Gregers Werle vill gera hjónaband Ekdal- hjónanna að „sönnu“ hjónabandi með því að draga fram í dagsljósið ýmislegt það sem betur hefði mátt kyrrt liggja. Og af þessu athæfi leiðir óhamingja og dauði. En hefði Ibsen ekki getað komið þessum boðskap fram í ritgerð? Vissulega, en með því að gefa okkur kost á að lifa okkur inn í ömurleg örlög Ekdalsfólksins getum við skynjað ill- ar afleiðingar forsjárhyggjunnar með til- finningalegum hætti, ekki aðeins meðtekið vitræna gagnrýni á óvættinn. Siðferðilegur boðskapur er ekki ein- göngu vitrænn. Auðvitað er mikilvægt að athuga alhæfingargildi þeirra siðaboða, sem boðuð eru, og hvort viðurkenning þeirra myndi stuðla að almannaheill. En við höfum ekki meðtekið siðaskoðun nema hjartað fylgi máli. Góð rök hníga að því að nefna meðferð sadistans Saddams á Kúrd- um „siðleysi“ en fordæming þessa siðleysis ber ekki nafn með réttu nema fordæmand- inn hafi innilega samúð með fómarlömb- unum og einlæga andúð á slátraranum frá Bagdad. Siðferði án skynsemi er blint, án kennda tómt, svo snúið sé út úr Kant. Og hér eiga bókmenntimar leik á borði því flytji þær boðskap gera þær það að jafnaði með til- finningalegum hætti.20 Þær geta stuðlað að því að við skiljum ákveðinn siðferðilegan boðskap ekki aðeins með huga heldur einn- ig hjarta. I þessu sambandi er ekki úr vegi að TMM 1991:2 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.