Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Síða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Síða 76
Rory McTurk „Áhrifafælni" í íslenskum bókmenntum Paradísar missir, Piltur og stúlka og Síðasta orðið Hér er hugtakið áhrifafælni eða ótti við áhrif, sem bandaríski bókmennta- fræðingurinn Harold Bloom hefur notað, skýrt með dæmum úr ritum Halldórs Laxness. Þeirri spurningu er varpað fram hvort áherslan á Satan sem hetju og Krist sem góðan hirði í Paradísar missi, kvæði Miltons í þýðingu Jóns Þorlákssonar, hafi hvatt nútímaskáldsagnahöfunda íslenska til að hafna áhrifum forníslenskra hetjubókmennta og notfæra sér goð- sögnina um syndafallið og myndmál hjarðskáldskapar. Dæmi eru tekin úr sögum eftir Jón Thoroddsen og Steinunni Sigurðardóttur. Áhrifafælni Þegar hér er talað um áhrifafælni í bók- menntalegu samhengi, er átt við þann kvíða eða ótta, sem rithöfundar eru sagðir finna til gagnvart fyrirrennurum sínum í bókinni The Anxiety of Influence (1973) eftir bandaríska bókmenntagagnrýnandann Harold Bloom. Eins og breski gagnrýnand- inn Terry Eagleton hefur orðað það, endur- skrifar Bloom bókmenntasögu í ljósi Ödipusarduldarinnar.1 Að sögn Blooms þjást rithöf- undar, einkum ljóðskáld, af stöðugum kvíða, óstyrk og jafnvel ótta gagnvart þeim skáldum, sem voru á undan þeim, eins og synir gagnvart feðrum sínum. Þannig ber að skilja verk þeirra sem við- leitni til að losa sig við áhrifafælnina með því að brjótast undan þeim foreldrakennda þrýstingi, sem verður fyrir þeim við lestur verka fyrri skálda. Frá þessu sjónarmiði á skáldið í sífelldri samkeppni við fyrirrenn- ara sinn sem hótar því andlegri geldingu; skáldinu finnst vera þörf á að svipta fyrir- rennarann krafti með því að grafa undan skáldskap hans og skrifa, yrkja, á hátt sem hefur í för með sér endurskoðun, höfnun, og umsköpun fyrra verksins. Að mati Blooms má lesa öll kvæði sem nýjar gerðir af eldri verkum, gerðir, sem stafa af meira eða minna meðvituðum mislestri eða mis- skilningi á frumgerðunum og bera vitni um viðleitni höfunda til að bægja frá sér ofur- valdi fyrri höfunda. Hvert nýtt skáld er það síðasta í bókmenntahefð og kemur að því leyti, samkvæmt bók Blooms, alltaf of seint 74 TMM 1991:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.