Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 77
á vettvang. Sterk skáld, sem hann kallar
svo, hafa kjark til þess að viðurkenna þetta
og reyna með því að draga úr valdi fyrir-
rennara sinna og ryðja sínu eigin ímynd-
unarafli braut. Þannig er sérhvert bók-
menntaverk aðeins kvíðakennt endurskrif
eldra verks eða verka; aðaleinkennum þess
má lýsa sem varnarbrögðum, sem hafa það
hlutverk að rífa niður og endurbyggja hið
fyrra verk.
Halldór Laxness
Ef hægt er að láta þessar skoðanir Harolds
Blooms ná yfir aðrar bókmenntategundir
en kveðskap má segja að viðhorf Halldórs
Laxness til fomíslenskra bókmennta al-
mennt og Snorra Sturlusonar sérstaklega sé
ágætt dæmi um áhrifafælni í íslenskum
bókmenntum. Afstaða Halldórs til Snorra,
sem hefur breyst og þróast mikið síðan
hann las Heimskringlu ungur, má bera sam-
an við afstöðu uppvaxandi bams til föður
síns. Þegar Halldór var hjá munkum í Lúx-
emborg árið 1923 skrifaði hann, sem kunn-
ugt er, Einari Olafi Sveinssyni „út af
Snorra, og þá ifirleitt út af þessum gömlu
íslensku bókum“, eins og hann kemst að
orði. Einar Ólafur hafði sent honum eintak
af Heimskringlu til þess að Halldór gæti
haldið við íslenskri málkennd sinni erlend-
is. „Ég get ekkert lært af þeim,“ skrifar
Halldór um gömlu íslensku bækumar; höf-
unda þeirra kallar hann „þessa gömlu
karla“. „Ég held ifirleitt,“ segir hann, „að
ekki sé hægt að læra að skrifa níja íslensku
af gamalli íslensku. Það þarf eitthvað ann-
að.“2 Þannig rís Halldór upp gegn fom-
íslensku máli og bókmenntum eins og
unglingur gegn foreldrum sínum. En við
lestur seinni verka hans má sjá, að viðhorf
hans til Snorra hefur smátt og smátt breyst
til hins betra, eins og sonurinn væri að læra
að kunna að meta föður sinn með aldrinum.
í sjötta kafla Húss skáldsins (1939) lætur
hann t.d. sögumanninn hrósa söguhetjunni,
Ólafi Kárasyni, fyrir þá hlutlægni sem hann
beiti sem rithöfundur: „Aldrei kom fyrir að
hann hallaði á mann í frásögn, aldrei feldi
hann siðferðilegan dóm um verknað né
verksfremjanda fremur en þegar Snorri
Sturluson segir af störfum konúnga eða
ása.“ (Bls. 75-76). í Eldi í Kaupinhafn
(1946) gætir áhrifa frá Olafs sögu helga í
því sem Arnas Amæus segir við Þjóðverj-
ann Úffelen í 13. kafla, eftir að Amas hefur
hafnað því tilboði að gerast landstjóri Ham-
borgarmanna á Islandi, eins og Peter Hall-
berg hefur sýnt fram á; orð Arnasar minna
á ræðu Einars Eyjólfssonar í 125. kafla
Ólafs sögu, þar sem hann letur landsmenn
þess að láta Grímsey af hendi við Ólaf
konung.3 Og í Gerplu (1952), sem eins og
kunnugt er byggir að miklu leyti á Fóst-
brœðra sögu og Ólafs sögu helga, farast
sögumanninum svo orð í 52. kafla: „Aung-
um hefur þó Ólafur konúngur jafnkær orðið
sem íslenskum skáldum, og er þar til marks
að aldrigi hefur í heimi verið bók ritin um
konúnga, né um sjálfan Krist in heldur, er
kæmist í hálfkvisti við þá er Snorri hinn
fróði hefur saman setta, og heitir Ólafs saga
hins helga." (Bls. 474). í Gerplu er bæði
vegsömun og gagnrýni á fomsögumar, og
því er hún gott dæmi um ástarhaturssam-
band Halldórs við þær.
Af skrifum Halldórs að dæma, lýsir
áhrifafælni sér í að minnsta kosti tveimur
stigum. Fyrst hafnar höfundurinn fyrir-
rennara sínum alveg eindregið; en bak við
þessa höfnun liggur kannski sá ótti eða
gmnur, að gömlu karlamir séu betri en hann
TMM 1991:2
75