Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 95
gluggatjöldin á koparstöngum; tvöfaldar gardínur úr grárri þykkri ull
væru dregnar fyrir til hálfs. I rökkrinu leifði ennþá eftir af birtu í
herberginu. A veggnum fyrir ofan rúmið sem stæði uppbúið fyrir nóttina
gæti að líta á milli tveggja vegglampa dulúðuga svarthvíta ljósmynd,
Ianga og mjóa af fugli á flugi og kæmi á óvart með fullkomnun sinni ívið
formlegri.
Hin hurðin lyki upp skrifstofu. Veggimir þaktir bókum og tímaritum í
hólf og gólf og til að brjóta upp raðirnar af kjölum og kiljum skiptust á
málverk, teikningar og ljósmyndir — Heilagur Jeremías eftir Antonello
frá Messínu, brot úr Sigurgöngu heilags Georgs, fangelsið í Piranese,
mannamynd Ingres, pennateikning af landslagi eftir Klee, brúnleit ljós-
mynd af Renan á vinnustofu sinni í College de France, vöruskemmur
eftir Steinberg, Mélanchthon eftir Cranach — fest á tréspjöld sem væri
fyrirkomið inn á milli bókanna. Ögn til vinstri við gluggann og lítilsháttar
á ská væri langborð með stóreflis þerripappírsörk, rauðri. Tréskálar,
langir pennastokkar, krúsir af öllum stærðum og gerðum innihéldu
blýanta, bréfaklemmur, klemmur, teiknibólur. Glerklumpur þjónaði sem
öskubakki, kringlótt skál úr svörtu leðri með fínlegu gylltu flúri væri fyllt
með sígarettur. Ljósið bærist frá gömlum vandstilltum skrifborðslampa,
skermurinn úr grænu hýjalíni sem myndaði eins og skyggni. Til beggja
handa við borðið, hvor andspænis öðrum væru tveir stólar úr viði og leðri
með háu baki. Lengra á vinstri hönd eftir endilöngum veggnum gæti að
líta mjóslegið borð sem svignaði undan bókum. Flöskugrænn skrif-
borðsstóll stæði næst gráleitri skjalatösku með ljósviðarlitum hólfum.
Þriðja borðið væri ennþá minna og á því stæði sænskur lampi og ritvél
með hettu úr vaxbomum dúk. Fyrir enda herbergisins væri mjótt rúm
með yfirbreiðslu úr flaueli og hlaðið á það púðum í margvíslegum litum.
Næstum fyrir miðju herbergi stæði landabréfabók úr silfurlitum gróf-
komóttum pappa á þrífæti, klunnalega myndskreytt með tillærðu elli-
yfirbragði. Á bak við skrifborðið að hálfu hulin af rauðum gluggatjöldum
væri gljáandi viðartrappa sem mætti renna eftir koparrennu umhverfis
herbergið.
TMM 1991:2
93