Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 99
Suma daga var plássleysið þrúgandi. Þeim hélt við köfnun. En einu
gilti hvemig þau fiktuðu við veggi þessara tveggja herbergja, hvort þau
brutu þá niður, bjuggu til ganga, skápa, geymslurými, upphugsuðu snjöll
upphengi, dreymdi um að leggja undir sig nærliggjandi íbúðir — þau
enduðu jafnan í því sem var þeirra hlutskipti: 35 fermetrar.
Auðvitað mátti hugsa sér snjallar uppstillingar: skilrúm fengi að víkja,
við það græddist stórt vannýtt horn. Hlussulegri mubblu mátti skipta út
fyrir aðra minni. Það var hægt að hugsa sér samstæðu af skápum. Með
því einu að mála, skrúbba, leggja sálina í uppröðun mátti gera þessa íbúð
ómótstæðilega. Glugginn með rauðu gardínunni var ekki ljótur og svo
var annar ekki síðri með grænni, langa eikarborðið ögn tvístígandi sem
þau keyptu á Flóamarkaðnum og var komið fyrir undir stórfallegri
endurprentun af gömlu sjókorti. Borðinu var skipt í tvö vinnusvæði með
litlu skrifpúlti með fellihurð í stíl Annars keisaradæmisins, það var úr
mahoní og haldið saman með kopamöglum sem vom famir að týna
tölunni. Sylvía var á vinstri hönd og Jérome á hina og borðpláss beggja
var þakið með samskonar rauðri þerrisvuntu, sömu bréfpressu úr gleri,
samskonar krús fyrir blýanta; gamall vasi smeltur tini þjónaði sem lampi,
tunna með járngjörðum var bréfakarfa, stólamir vom hvor úr sinni
áttinni, tágastólar, skammel. Og frá þessari heild í hugkvæmri röð og
reglu hefði getað stafað vinalegum yl, þægilegu andrúmslofti iðju og
samlífs.
Ein saman tilhugsunin um verkefnið fram undan skaut þeim skelk í
bringu. Þau hefðu þurft að slá lán, spara, fjárfesta. Þau komu sér ekki til
þess. Auk þess skorti sannfæringuna — fyrir þeim var það annað hvort
allt eða ekkert. Annað hvort yrðu bókahillumar úr ljósri eik eða ekki. Þær
vom ekki. Bækumar hrúguðust upp á tveimur hillum úr skítugum borð-
fjölum og lögðu auk þess undir sig tvær hillur í skáp sem hefði átt að
þjóna undir annað. í þrjú heil ár var rafmagnsinnstunga í lamasessi án
þess að þau kæmu í verk að kalla á rafvirkja en veggirnir útvaðnir í
samansplæstum leiðslum og klúðurslegum framlengingarsnúmm. Það
tók þau sex mánuði að skipta um gardínustreng. Og smávægilegasti
misbrestur í daglegum tiltektum hótaði að framkalla á einum sólarhring
óreiðu sem værðarleg nærvera trjánna og nærliggjandi garða gerði enn
óbærilegri.
Millibils- og óbreytt ástand ríktu hér alráð. Aðeins kraftaverk gæti
TMM 1991:2
97