Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 109

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 109
anir eins og að keyra í bíl um heiðarveg með Michael Jackson í bfltækinu, horfa útájökla og fjöll og átta sig síðan skyndilega á misræminu þarna á milli og undrast að hafa aldrei komið auga á það fyrr. Það er sem samtíminn sé á vissan hátt ósýni- legur því við komum ekki auga á hann fyrir sjálfum okkur. í vitund okkar tengjast ólíkir hlutir, rétt eins og Michael Jackson og heiðar- vegurinn, og renna saman í eina heildarskynjun og þessi tengsl eru okkur allajafna hulin, eða að minnsta kosti ómeðvituð. I Hellu er reynt að benda lesandanum á þessar tengingar og sýna hvemig fjarlægir hlutir spila saman. Þessi tengsl mynda þéttriðið net í textanum, net sem fangar mjög víðfeðmt svið og hefur einnig nokkurt tákngildi en er þó merkilegra fyrir þá sök að það endurspeglar fjölbreytileika samtím- ans. Magnaðastar eru þessar tengingar þegar þær birta fortíð og nútíð í einni og sömu andránni, varpa skyndilega ljósi á samband sögu og líð- andi stundar sem virðist við fyrstu sýn hafa rofnað. Samskipti fjölskyldunnar við lang- ömmuna eru dæmi um slfkt samband. Það er að vissu leyti stirt, unglingurinn og langamman tala ekki sama tungumál, en það er engu að síður innilegt á sinn hátt. Það er aðeins sú feikn- arlega gjá sem myndast hefur á milli hluta- heims unglingsins og gamalmennisins sem er erfitt að brúa. Langamman býr á dvalarheimili þar sem gamlir munir og ljósmyndir mynda uppsafnaðan forða sögunnar svo minnir helst á safn en byggingin sjálf er flunkuný og ber öll merki samtíma síns. Heimsókn Helgu Drafnar (14-16) virðist að sama skapi vera innrás sam- tímans inn í tímaleysi ömmunnar, hún birtist sem holdtekja samtímans, skrýdd táknum hans og merkjum. Seinni ferð hennar á dvalarheimilið (136- 140) þar sem hún kemur að langömmu sinni látinni, birtir hins vegar nokkuð aðra mynd af þessu sambandi sem líta mætti á sem einskonar niðurstöðu pælinganna um tengsl nútíðar og fortíðar. Líkt og í samræðum gæjanna og gam- als frænda þeirra á hestamannamótinu (111- 112) er nafnleysinu, staðbundnum einkennum og ytri hulu í raun svipt af og eftir standa ein- kenni ættar og fortíðar, svipur Helgu er sami svipur og annarra ættmenna hennar: I kringum arfgengan svipinn ertískan eins og breytilegur rammi utan um eilíf málverk sem öll eru máluð í sama stíl. Hún stendurframmi fyrir fjölskyldumyndunum og horfir á þær á sama hátt og yfirlitssýningu á verkum lista- manns og yngsta verkið á sýningunni er árs- gömul fermingarmynd af henni sjálfri. (137) Fortíðin og samtíðin eru því vart annað en mun- ur ytri umbúða, þegar þeim er kastað hverfur hann. Söguleysi nútímans er því eiginlega blekking enda þarf vart annað en að pota í yfirborð hans til að sjá fortíðina, líta upp frá útigrillinu til að berja fjöllin augum. Skurð- punktar þess gamla og nýja birta ekki aðeins það sem er ólíkt með þeim heldur er þeim fyrst og fremst ætlað að sýna tengsl þeirra, til að skilja tengslin þarf að koma auga á muninn. Þetta er dæmi um hvernig textinn afhjúpar sam- tíðina og gerir hana sýnilega. Til þess að við sjáum þarf oft einhver að benda okkur á hvað viðeigum aðgónaog Hallgrími Helgasyni tekst vel upp í þeirri list. En hann gerir meira en að skrásetja samtíðina, hann reynir að skilja eðli hennar og samverkan þeirra sundurlausu þátta sem virðast einkenna hana, sjá tengsl þar sem engin virðast vera og birta þau lesendum. Kristján B. Jónasson Gestur Guðmundsson og rokk- saga íslands Gestur Guðmundsson. Rokksaga íslands 1955- 1990. Frá Sigga Johnnie til Sykurmolanna. Forlagið, 1990. 288 bls. Hér verður fjallað um bók Gests Guðmunds- sonar, Rokksaga íslands. Vel hefur tekist til með útlit bókarinnar, prentvillur virðast fáar og TMM 1991:2 107
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.